Viðsnúningur hefur orðið á reksti Orkuveitu Reykjavíkur. Það er jákvætt. Reykjavíkurborg lánaði rúmlega 12 milljarða til OR sem hluta af „planinu“. Það lán ber eins og eðlilegt er vexti.
Hvort á Orkuveitan að lækka gjöld sín til heimilanna eða að greiða út arð til eiganda og þar með til Reykjavíkurborgar? Svar við þessari spurningu felur í sér afstöðu til þess hvort að við treystum Reykjavíkurborg til að fara með peningana okkar borgarbúa og ráðstafa þeim í þau verkefni sem meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænana og Píratatelur, telja mikilvæg, eða hvort að við viljum að íbúar borgarinnar sjálfir, greiðendur orkugjalda fái fleiri krónur á mánuði til að nota sjálfir.
Framsókn og flugvallarvinir eiga ekki fulltrúa í stjórn Orkuveitunnar.
Við teljum það ábyrga rekstrarstefnu að álagspróf verði framkvæmt á Orkuveitunni áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um arðgreiðslu til hluthafa eða lækkunar á gjaldskrám.
Álagsprófið skal framkvæmt með tilliti til hvernig OR stenst áföll m.a. í formi gengissveiflna íslensku krónunnar, sveiflna í álverði, virðisrýrnun á eignum og vaxtabreytinga.
Ef ákveðið verður að greiða út arð, eða lækka gjaldskrár án þess að álagspróf fari fram þá verður það að teljast mjög varhugavert í ljósi rekstrarsögu Orkuveitunnar og hversu viðkvæmur rekstur hennar er fyrir gengisbreytingu, vaxtabreytingum og álverði.
Rita ummæli