Þriðjudagur 27.09.2016 - 11:48 - FB ummæli ()

Meirihlutinn vill ekki að sín eigin hagsmunaskráning sé skoðuð

Verkfælni meirihluta Samfylkingar, Bjartar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í borginni er staðreynd.  Þessi meirihluti er líka sérstaklega ákvarðanatökufælinn eins og stofnun fjölda verkhópa og starfshópa er til vitnis um.  Þeim leiðist  óskaplega að afgreiða tillögur frá okkur í minnihlutanum.  Þeir hafa hvorki kjark né þor til að hafna þeim né samþykkja.  Því velkjast tillögurnar í kerfinu í veikri von um að við í minnihlutanum gleymum þeim hreinlega.

Nú eru liðnir rúmlega 3 mánuðir frá því að óskað var eftir því að samskonar úttekt yrði gerð á öllum borgarfulltrúm eins og gerð var á hagsmunaskráningu minni í borgarstjórn, þannig að skoðað yrði hvort að skráning þeirra á hagsmunaskrá væri rétt, hvort þeir hefðu skráð fjárhagslega tengd félög sér á innherjaskrá, hvort þeir hefðu brotið gegn hæfisreglum sveitastjórnarlaga, hafi brotið siðareglur og fl.

En ekkert bólar á því að ákvörðun sé tekin, hvorki er tillagan samþykkt né henni hafnað.  Ljóst er að jafnræði og gegnsæi á bara við suma en ekki aðra.  Þeir vilja eðli málsins alls ekki láta skoða hagsmunaskráningu sína, enda er ljóst og til eru gögn um það að borgarfulltrúar, Samfylkingarinnar og Bjartar Framtíðar hafa látið sér þetta í léttu rúmi ligga.  En þeim spurningum er enn ósvarðað hvort að fulltrúarnir þessir og aðrir hafi gert brotlegir er þeir skráðu ekki sömu félög á innherjaskrá.  En það er erfitt að kasta steinum úr glerhúsi.  Meirihlutinn hefur gleymt að Framsókn og flugvallarvinir fögnuðu úttekt sem innri endurskoðandi gerði á fjármálum undirritaðrar, hæfi og fl.  En þeir eru ekki eins brattir þegar kemur að leggja mat á þeirra eigið ágæti.

Enginn annar borgarfulltrúi, sveitastjórnarfulltrúi eða alþingismaður, en greinarhöfundur, hefur farið í gegnum jafn ítarlega skoðun hlutlauss aðila, sem innri endurskoðanda  Reykjavíkurborgar  er, á málefnum sínum.

http://reykjavik.is/en/skrifstofaogsvid/innri-endurskodun

Fréttatíminn er eini fjölmiðilinn sem hefur snert á málinu, aðrir hafa þagað þunnu hljóði.
http://www.frettatiminn.is/breyttu-hagsmunaskraningu-eftir-panamaskjolin/

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , , , , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur