Laugardagur 07.04.2018 - 11:10 - FB ummæli ()

Þörf á Soffíu frænku í borgarstjórn

Allir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að láta enda ná saman í heimilisbókhaldinu.  Okkur er kennt að eyða ekki um efni fram og safna skuldum.  Það kemur að skuldadögum hjá þeim sem slá lán í bankanum.  Í opinberum rekstri kjósa sumir stjórnmálamenn að líta fram hjá þessum lögmálum.  Oftar en ekki eru þeir hins vegar horfnir af sjónarsviðinu þegar afleiðingarnar af slíku háttalagi birtast almenningi.  Skuldasöfnun verður ekki mætt nema með því að auka tekjurnar (hækka skattana og gjöldin) og/eða skera niður útgjöldin (sem oftar en ekki bitnar á þjónustunni).  Hegðun slíkra stjórnmálamanna getur því haft í för með sér vítahring þannig að sífellt fleiri krónur fara ár hvert í greiðslu vaxta og verðbóta.  Sumir stjórnmálamenn eru síðan svo bíræfnir að þeir ákveða að skera niður í viðhaldi, t.d. gatna og skólabygginga, en eyða þess í stað peningunum í gæluverkefni.  Afleiðingarnar af slíkri hegðun dyljast engum.

Því miður eiga þessar lýsingar við um Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur.  Í stjórnartíð hans hefur orðið veruleg aukning á skuldum A-sjóðs Reykjavíkurborgar.  Degi væri nokkur vorkunn ef tekjur borgarinnar hefðu staðið í stað en svo er hins vegar ekki.  Skattar og gjöld hafa hækkað verulega á kjörtímabilinu.  Dagur hefur því haft úr nógu að spila.  Þegar skuldir borgarinnar aukast þrátt fyrir gríðarlega tekjuaukningu þýðir það bara eitt:  Vonlaus fjármálastjórn.

Það er mikilvægt fyrir unga kjósendur að gera sér grein fyrir þessu.  Í framtíðinni þarf fleiri krónur frá ykkur til að borga skuldirnar sem Dagur B. Eggertsson safnar í dag.  Það er því þörf á „Soffíu frænku“ í borgarstjórn.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu.

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur