Ég er stolt af því að tilheyra einum elsta stjórnmálaflokki Íslands, að vinna með fólki sem er málsvari allskonar radda í öllu þjóðfélaginu, í öllum landshlutum. Fólki sem er víðsýnt og leggur áherslu á blandað hagkerfi einkareksturs, samvinnureksturs og opinbers reksturs á sem skynsamlegstan máta, því það trúir því að slík hugsun tryggi hagsæld í landinu.
Í ályktun flokksþings Framsóknarmanna frá því í febrúar 2013, er skýrt tekið á afstöðu okkar í flugvallarmálinu, en þar segir:
“Flugvöllurinn í Reykjavík verði áfram í Vatnsmýrinni sem hornsteinn fyrir samgöngur landsmanna, vegna almennings- og öryggishagsmuna.”
Flugvöllurinn, sem stefnumál okkar Framsóknarmanna er ekki nýtilfundið. Framsóknarmenn eru algerlega sammála um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hefur aldrei verið ágreiningur uppi í starfi flokksins um mikilvægi hans eða ályktanir tengdar honum.
Ályktanir flokksþings Framsóknar 2013 (bls. 23)
Það var því sérstakt gleðiefni að í síðustu borgarstjórnarkosningum skyldi Framsóknarflokkurinn bjóða fram líka sem flugvallarvinir, því þannig styrktum við ennfrekar vilja grasrótar Framsóknarflokksins.
Andstæðingar okkar reyndu að telja kjósendum trú um að flugvöllurinn væri ekki kosningamál. Líklega gráta það margir núna að hafa tekið það trúanlegt og nudda nú rykagnirar úr augum sér því augljóslega sjá þeir nú hversu einbeittur, Framsóknarflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur og á Alþingi, er í að fylgja okkar málum eftir, en svæfum þau ekki í nefndum og skýrslugerðum ár eftir ár.
Þannig að við þá, sem væna okkur um vinsældarkeppni um almannahylli í flugvallarmálinu, segi ég að líta sér nær.
Rita ummæli