Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Laugardagur 07.04 2018 - 11:10

Þörf á Soffíu frænku í borgarstjórn

Það er mikilvægt fyrir unga kjósendur að gera sér grein fyrir þessu. Í framtíðinni þarf fleiri krónur frá ykkur til að borga skuldirnar sem Dagur B. Eggertsson safnar í dag. Það er því þörf á „Soffíu frænku“ í borgarstjórn.

Föstudagur 16.03 2018 - 13:46

Enga snjallsíma í skólastofum

Á fundi borgarstjórnar 6. mars sl. lagði ég fram tillögu um að Reykjavíkurborg samþykkti bann við notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Áður hafði ég rætt við fjölmarga kennara um áhrif símanotkunar á skólastarf og nemendur. Þeir kennarar sem ég ræddi við voru almennt þeirrar skoðunar að símanotkun truflaði kennslu og að nemendur væru margir hverjir […]

Fimmtudagur 25.08 2016 - 12:18

Er þitt barn tilbúið í rafræn samræmd próf?

Framsókn og flugvallarvinir hafa lagt fram tillögu um að borgarráð samþykki að senda eftirfarandi áskorun til Menntamálastofnunar: “Borgarráð krefst þess að grunnskólanemendur verði ekki látnir þreyta samræmd próf með rafrænum hætti skólaárið 2016-2017.” Ástæðan er fyrst og fremst sú að jafnræðis er ekki gætt á meðal nemenda grunnskólanna þar sem gríðarlegur munur er á milli […]

Laugardagur 08.11 2014 - 21:55

Samfylkingarforystan þögnuð?

Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík talar niður til þess hluta þjóðarinnar sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu. Frambjóðandinn talar um frekjuna í hyskinu af landsbyggðinni. Þetta hyski heimti að fá að stjórna nærumhverfi þeirra sem búi á höfuðborgarsvæðinu. Hverju svarar forysta Samfylkingarinnar þegar svona er talað til kjósenda hennar á landsbyggðinni? Er forystan sammála frambjóðandanum?

Sunnudagur 28.09 2014 - 15:15

Dagur byggir í Bryggjuhverfinu

Nú hefur verið samþykkt af borgarráði að setja í auglýsingu deiliskipulag fyrir nýjan hluta af Bryggjuhverfinu.  http://reykjavik.is/frettir/annar-afangi-bryggjuhverfis-ad-fara-i-gang Þar eiga að rísa 185 íbúðir. Byggingarverktakinn er sá sami og í Stakkholti. http://stakkholt.is.  Þar eru 80 fm íbúðir á yfir 32 milljónir.  Ekki beint ódýrustu íbúðirnar í bænum enda sagði aðeins í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar fyrir kosningar: „Við ætlum […]

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur