Fjölmargar vísbendingar eru um að snjallsímar geti haft neikvæð áhrif á athygli, þroska og andlega heilsu barna og ungmenna. Niðurstöður rannsókna staðfesta að þeir nemendur sem hafa aðgang að síma í skólastofunni telja almennt að það efni sem þeir geta nálgast í símanum sé áhugaverðara en námsefnið, að þeir eiga erfiðara með að halda athyglinni […]
Á fundi borgarstjórnar 6. mars sl. lagði ég fram tillögu um að Reykjavíkurborg samþykkti bann við notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Áður hafði ég rætt við fjölmarga kennara um áhrif símanotkunar á skólastarf og nemendur. Þeir kennarar sem ég ræddi við voru almennt þeirrar skoðunar að símanotkun truflaði kennslu og að nemendur væru margir hverjir […]
Framsókn og flugvallarvinir hafa lagt fram tillögu um að borgarráð samþykki að senda eftirfarandi áskorun til Menntamálastofnunar: “Borgarráð krefst þess að grunnskólanemendur verði ekki látnir þreyta samræmd próf með rafrænum hætti skólaárið 2016-2017.” Ástæðan er fyrst og fremst sú að jafnræðis er ekki gætt á meðal nemenda grunnskólanna þar sem gríðarlegur munur er á milli […]