Viðvarandi lóðarskortur er staðreynd í Reykjavík. Hann hefur valdið þeim hækkunum fasteignaverðs í borginni, sem aldrei hafa sést áður, þrátt fyrir að oft hafi komið hækkunartímabil. Um er að kenna þrákelknislegri stefnu um þéttingu byggðar sem byggir á þeirri óraunhæfu framtíðarsýn núverandi meirihluta að í borginni sé aðeins aukning á ríkum Reykvíkingum sem hafa efni […]