Verkfælni meirihluta Samfylkingar, Bjartar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í borginni er staðreynd. Þessi meirihluti er líka sérstaklega ákvarðanatökufælinn eins og stofnun fjölda verkhópa og starfshópa er til vitnis um. Þeim leiðist óskaplega að afgreiða tillögur frá okkur í minnihlutanum. Þeir hafa hvorki kjark né þor til að hafna þeim né samþykkja. Því velkjast tillögurnar […]
Það hefur óneitanlega vakið athygli mína að borgarfulltrúar meirihlutans hafa ávallt kosið eftir línunni og hvergi hefur mátt sjá nokkra misbresti í atkvæðagreiðslunum. Foringjanum hefur verið hlýtt í hvívetna. Nú brást foringjanum hins vegar að halda hjörð sinni saman, því þau undur og stórmerki gerðust í umhverfis- og skipulagsráði á miðvikudaginn sl, sbr. þessa fundargerð: Fundargerð […]