Á borgarstjórnarfundi í dag, þriðjudaginn 17. apríl 2018, var tekin fyrir tillaga Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, þar sem skorað var á borgarstjóra að eiga frumkvæði að samtali milli Reykjavíkurborgar, heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítala og stéttarfélaga heilbrigðisstarfsfólks, um að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum til að stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks til og frá vinnu. Með […]