Þriðjudagur 29.05.2018 - 11:02 - Rita ummæli

ÁR LIÐIÐ – MESTA SKÖMM MANNLEGRAR VIRÐINGAR

Um þessar mundir er liðið eitt ár frá því að ég fór í skyndi í flug til Svíþjóðar þar sem bróðursonur minn Einar Óli gekkst undir mikla aðgerð við heila. Í Karolinska sjúkrahúsinu breyttist allt líf okkar.

Nú ári síðar er ömurlegt til þess að vita að Einar Óli er í verri stöðu. Kappsmál yfirvalda, sveitarfélaganna sem snerta mál hans Mosfellsbær og Reykjavík og ríkisins, er að koma honum á hjúkrunarheimili. Mesta skömm mannlegrar virðingar eru okkur sýnd og þvarg stjórnmálanna sem ráða er staðreynd. Við sem erum í þessu með Einari mínum munum aldrei láta bjóða okkur svona vinnubrögð. Við erum pappír á borði í þeirra huga. Einar Óli er enn á Grensás og er ekki komin með heimili.

Ég mótmæli þessu!

Mestu skömm fyrir aðgerðaleysi fá bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ, ríkisstjórn Íslands og heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra, og forsætisráðherra fyrir að ýta málum sem þessum í burtu. Fráfarandi borgarstjóri hefur haft nægan tíma til að bæta úr í málum og málefnum fatlaðra. Mannréttindi eru að engu virt!

Skammist ykkar!

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, aðstandandi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar