Um þessar mundir er liðið eitt ár frá því að ég fór í skyndi í flug til Svíþjóðar þar sem bróðursonur minn Einar Óli gekkst undir mikla aðgerð við heila. Í Karolinska sjúkrahúsinu breyttist allt líf okkar.
Nú ári síðar er ömurlegt til þess að vita að Einar Óli er í verri stöðu. Kappsmál yfirvalda, sveitarfélaganna sem snerta mál hans Mosfellsbær og Reykjavík og ríkisins, er að koma honum á hjúkrunarheimili. Mesta skömm mannlegrar virðingar eru okkur sýnd og þvarg stjórnmálanna sem ráða er staðreynd. Við sem erum í þessu með Einari mínum munum aldrei láta bjóða okkur svona vinnubrögð. Við erum pappír á borði í þeirra huga. Einar Óli er enn á Grensás og er ekki komin með heimili.
Ég mótmæli þessu!
Mestu skömm fyrir aðgerðaleysi fá bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ, ríkisstjórn Íslands og heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra, og forsætisráðherra fyrir að ýta málum sem þessum í burtu. Fráfarandi borgarstjóri hefur haft nægan tíma til að bæta úr í málum og málefnum fatlaðra. Mannréttindi eru að engu virt!
Skammist ykkar!
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, aðstandandi
Rita ummæli