Fimmtudagur 26.07.2018 - 11:54 - 3 ummæli

SIÐFERÐISLEGT GJALDÞROT

Ung móðir, heimilislaus og með langveikan son sinn og þreytt börn, dvelur í tjaldi. Staðan er sorgleg og hún er í kapphlaupi við heilsu, veður, og andlega og líkamlega líðan. Baklandið og öryggið er brostið!

Reykjavíkurborg og stjórnvöld hafa opinberlega fengið áfellisdóm yfir margra ára aðgerðaleysi yfir skelfilegri stöðu heimilislausra, stöðunni og á því hvernig húsnæðismarkaðurinn er orðinn. Fólk er í allt of hárri leigu og í þessu tilfelli er örvænting móður sorgleg en um leið virðing á krafti móður því margir gefast upp. Bakland og trygging þjóðar er ekkert orðið. Heilbrigðiskerfið er þanið af stjórnendavæðingu og yfirbyggingu og mannlegur þáttur hverfur. Starfsmenn eru keyrðir í kaf með yfirvinnu og álagi.

Miðflokkurinn hefur bent á margar tillögur í þessum málum og er ljóst að þær tillögur væru að leysa ansi margt. Eitt stærsta málið er þjófnaður fjármálaráðherra á Arionbanka og það gríðarlega mikla fé sem hreinlega var stolið af þjóðinni og sett í hendur auðmanna. Gleymum ekki Borgun og fleiri staðreynda um óhugnanleg vinnubrögð fjármálaráðherra. En við munum áfram þurfa að berjast – staðan er ömurleg – henni verður að breyta. Við okkur blasir siðferðislegt gjaldþrot!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sæll Sveinn,
    Þakka þér kærlega fyrir að vera annt um þessi málefni. Ég fæddist á Íslandi fyrir rúmum 70 árum. Hef fylgst með málum og verðmætamati og skort á mannúð í heiminum síðan ég flutti til Ástralíu fyrir um 31 ári. Þú ert bara nokkrum dögum yngri en dóttir mín sem fæddist í Apríl á sama ári og þú. Það er svo svekkjandi og sorglegt að sjá hversu mörg stjórnvöld í heiminum hafa meiri áhuga fyrir að setja meiri peninga í vasa þeirra sem þegar hafa meira en þeir geta notað á heilli ævi. Það er líka að gerast hér en þeir eru sem betur fer að mæta mótstöðu. Og fengu ekki samþykki fyrir að gefa bönkum alla þá peninga sem þeir vildu. Við bíðum svo og sjáum hvað verður gert með þessa peninga. Þetta er hreinlega andlegur sjúkdómur sem virðist smitandi. Gangi þér vel í að vekja liðið út úr þessari veiki.
    Kær kveðja frá Íslendingi en um leið andfætlingi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar