Á DV.is segir frá því að Sigurður Sigurðsson skrifstofumaður sé kominn með nóg af kúkalöbbum í sundi og vill sturtuverði:„Þetta er auðvitað algjör viðbjóður og ekki sæmandi.“
Ég hef spurt starfsmenn að þessu og einu svör þeirra er að auka klórmagnið í lauginni til að halda í við óhreint vatnið. Starfsmenn þora ekki lengur að stíga fram og árétta gesti um að þrífa sig áður en farið er ofaní laugina. Ég veit um mörg dæmi þess að þeir fá fúkyrði og hótanir. Einn fastskúnni í Sundhöll Reykjavíkur benti manni á að þrífa sig en maðurinn gékk rakleiðis í átt til laugar og þreif sig ekki. Skipti engum togum að fastskúnninn fékk einn á lúðurinn af æstum manninum. Verðinum var tilkynnt atvikið en fleira var ekki gert.
Ég var í sundi í Breiðholtslaug eitt sinn er erlendir menn komu í laugina. Í búningsklefa börðust þeir við að halda handklæðinu um mittið á meðan þeir klæddust sundskýlunni, gengu svo rakleitt í sturtuna, beygðu höfuðið yfir litla bununa frá sturtunni og gerðu sig klára í að fara út í laug. Ég stöðvaði þá og benti á þvottaleiðbeiningar sem sýnir hvernig á að þrífa sig. „Fuck you,“ var svarið. Ég steig þétt upp að þeim og sagði orðrétt: „If you don’t clean you self like we ask you to do, I will do that to you – now!“ Ég skil því Sigurð skrifstofumann mjög vel.
Það er því líklega komið að því sem ég hló mikið af á sínum tíma í grínatriði hjá Fóstbræðrum. Þar er tekið á skítapésum…
Rita ummæli