Miðvikudagur 01.08.2018 - 22:46 - Rita ummæli

LITLIR SKÍTAPÉSAR Í SUNDI…

Á DV.is segir frá því að Sigurður Sigurðsson skrifstofumaður sé kominn með nóg af kúkalöbbum í sundi og vill sturtuverði:„Þetta er auðvitað algjör viðbjóður og ekki sæmandi.“

Ég hef spurt starfsmenn að þessu og einu svör þeirra er að auka klórmagnið í lauginni til að halda í við óhreint vatnið. Starfsmenn þora ekki lengur að stíga fram og árétta gesti um að þrífa sig áður en farið er ofaní laugina. Ég veit um mörg dæmi þess að þeir fá fúkyrði og hótanir. Einn fastskúnni í Sundhöll Reykjavíkur benti manni á að þrífa sig en maðurinn gékk rakleiðis í átt til laugar og þreif sig ekki. Skipti engum togum að fastskúnninn fékk einn á lúðurinn af æstum manninum. Verðinum var tilkynnt atvikið en fleira var ekki gert.

Ég var í sundi í Breiðholtslaug eitt sinn er erlendir menn komu í laugina. Í búningsklefa börðust þeir við að halda handklæðinu um mittið á meðan þeir klæddust sundskýlunni, gengu svo rakleitt í sturtuna, beygðu höfuðið yfir litla bununa frá sturtunni og gerðu sig klára í að fara út í laug. Ég stöðvaði þá og benti á þvottaleiðbeiningar sem sýnir hvernig á að þrífa sig. „Fuck you,“ var svarið. Ég steig þétt upp að þeim og sagði orðrétt: „If you don’t clean you self like we ask you to do, I will do that to you – now!“ Ég skil því Sigurð skrifstofumann mjög vel.

Það er því líklega komið að því sem ég hló mikið af á sínum tíma í grínatriði hjá Fóstbræðrum. Þar er tekið á skítapésum…

https://youtu.be/J5Neecup0og

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar