Þriðjudagur 14.08.2018 - 02:45 - Rita ummæli

Steve Martin leikari 73. ára

Steve Martin á afmæli í dag 14. ágúst.

Fyrir 16 árum fannst mér tilvalið að þakka Steve Martin fyrir allt það skemmtilega sem hann hefur gert með kvikmyndum sínum. Steve svaraði um hæl þakklæti sitt fyrir kveðjuna með þessum skemmtilega hætti (sjá mynd).

Steve er fæddur í Waco í Texas. Ferill hans í leiklist er langur og hófst árið 1967. Steve er einnig afkastamikill handritshöfundur og leikstjóri.

Það eru margir sem ekki vita það að Steve er afbragðsgóður banjóspilari og hefur gefið út tónlist og tekið þátt í ótal tónleikum og hátíðum þar sem einu bestu spilarar heims koma saman. Steve Martin hefur verið farsæll í leiklist sinni. Hann á að baki margar kvikmyndir sem slógu í gegn og lifa enn.

Ein er sú sem mér þykir hvað vænst um og varð ástæða þess að ég komst í samband við Steve Martin fyrir mörgum árum, en það er kvikmyndin „Planes, Trains and Automobiles.“
Með Steve í þessari kvikmynd var minn dáðasti leikari John Candy, kanadískur snillingur sem lést árið 1994. Steve leikur sölumanninn Neal Page sem er að reyna komast heim til fjölskyldu sinnar í miðjum erli Þakkargjörðarhátíðarinnar. Á vegi hans er hinn glaðlegi sturtuhringjasölumaður Del Griffith sem John Candy leikur. Upphefst óborganlegt ævintýri þeirra, árekstrar og hreinskilni, sem kenna þeim báðum grundvöll vináttunnar og í raun tilgangs Þakkargjörðarinnar – tilgangin að vera þakkláttur.

Ég óska Steve til hamingju með daginn. Auðvitað bauð ég honum á sínum tíma að heimsækja Ísland – það boð stendur enn!

Eitt skemmtilegasta atriðið úr kvikmyndinni með þeim Steve Martin og John Candy heitnum. 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar