Ánægjulegt að sjá þessa framkvæmd. Það voru þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir þáverandi borgarfulltrúar sem lögðu fram tillöguna á sínum tíma en meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að fresta málinu. Auðvitað eignar borgarstjóri sér heiðurinn af þessu núna, en hið rétta er m.a. tillaga þeirra valkyrjanna og ekki síst þrýstingur frá foreldrafélögum í Breiðholti sem eru gríðarlega sterk og með góða samstöðu.
Til hamingju foreldrar í Reykjavík að nú sé loksins verið að sinna þessu mikla hagsmunamáli. Hitt er annað mál að borgarstjóri skreytir sig með stolnum fjöðrum. Hann kann það!
Rita ummæli