Út á Granda súnkar sólin í hafið við smáhýsin sem Reykjavíkurborg hefur fyrir heimilislausa. Allt um kring er ljóst að þau eru gleymd. Í raun er ullað á þau – þið eruð ekki memm!
Út á Granda er fólkið með jökulinn hjá sér. Hann vakir eins og faðir yfir börnum sínum. Á morgnana býður hann góðan dag og á nóttunni er sólin sæng jökulsins og hann horfir á börnin sín sofna – þegar þau loksins sofna.
Út á Granda stendur tíminn í stað á meðan velferðarráð náði að þagga niður ópin. Brátt kemur vetur og þá er ekki víst að það heyrist í ákalli heimilislausra – kannski er orðið of seint…
Það er von mín að borgarfulltrúar hætti fáránleikanum og horfi í staðreyndir um lifandi líf fólksins sem er látið afskiptalaust langt út frá iðandi lífinu, sigrunum, gleðinni. Ég vona að meirihlutinn í borgarstjórn fari að taka sig alvarlega.
Ég vona að fólk hætti að ulla á okkur!
Rita ummæli