Skúli Mogensen forstjóri WOW er mikill glaumgosi að mér finnst. Hann kann að láta á sér bera, heldur svakaleg partý eins og það í Hvammsvík fyrir stuttu. WOW AIR hefur virkað eins og partý nýríkra krakka, bleik föt, selfie-æði flugstjóra og nú síðast – galin partý með áflogum og látum sem rata í fréttirnar.
En Skúli hefur breytt flugmarkaði okkar íslendinga og frá því oki sem hefur keyrt okkur niður í áratugi. Það kann að vera að Skúli Mogensen sé glannalegur í viðskiptum. Það kann að vera að hann hafi einmitt farið glannalega í vegferð sína með WOW. En, mér finnst hlakka í ansi mörgum að sjá WOW fara á hausinn. Hagur Icelandair myndi bætast verulega samkeppnin færi í sama einokunarstöðuna – kolkrabbinn næði yfirráðum sínum. Leiðir Icelandair eru lítið frábrugðin þeim sem WOW nýtti sér í góðæri ferðamanna. Meira er talað um glaumgosann og galdramanninn úr Oz.
Svo fremur sem Skúli Mogensen dregur ekki fólk niður með sér, að hann plati ekki fjárfesta í einhverja vitleysu sem er óvinnandi, og rífi ekki lífeyrissjóði með sér í limbó sem gæti skilað engu, þá óska ég þess að Skúli nái að halda sjó. Ég vona að hann nái að koma fyrirtæki sínu í jafnvægi og ég vona að hann slái af partýstemningunni því nú er komin tími á að sýna meiri ábyrgð – í raun fyrir löngu!
Rita ummæli