Laugardagur 15.09.2018 - 12:10 - Rita ummæli

PARTÝIÐ HJÁ WOW AIR

Skúli Mogensen forstjóri WOW er mikill glaumgosi að mér finnst. Hann kann að láta á sér bera, heldur svakaleg partý eins og það í Hvammsvík fyrir stuttu. WOW AIR hefur virkað eins og partý nýríkra krakka, bleik föt, selfie-æði flugstjóra og nú síðast – galin partý með áflogum og látum sem rata í fréttirnar.

En Skúli hefur breytt flugmarkaði okkar íslendinga og frá því oki sem hefur keyrt okkur niður í áratugi. Það kann að vera að Skúli Mogensen sé glannalegur í viðskiptum. Það kann að vera að hann hafi einmitt farið glannalega í vegferð sína með WOW. En, mér finnst hlakka í ansi mörgum að sjá WOW fara á hausinn. Hagur Icelandair myndi bætast verulega samkeppnin færi í sama einokunarstöðuna – kolkrabbinn næði yfirráðum sínum. Leiðir Icelandair eru lítið frábrugðin þeim sem WOW nýtti sér í góðæri ferðamanna. Meira er talað um glaumgosann og galdramanninn úr Oz.

Svo fremur sem Skúli Mogensen dregur ekki fólk niður með sér, að hann plati ekki fjárfesta í einhverja vitleysu sem er óvinnandi, og rífi ekki lífeyrissjóði með sér í limbó sem gæti skilað engu, þá óska ég þess að Skúli nái að halda sjó. Ég vona að hann nái að koma fyrirtæki sínu í jafnvægi og ég vona að hann slái af partýstemningunni því nú er komin tími á að sýna meiri ábyrgð – í raun fyrir löngu!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar