Miðvikudagur 19.09.2018 - 03:14 - Rita ummæli

LOF MÉR AÐ FALLA…

Það eru mjög blendnar tilfinningar sem bærast um í huga manns og hjarta eftir að hafa séð nýjustu kvikmynd Baldvins Z, „Lof mér að falla.“ Kvikmyndin er einstök og hefur brotið blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar og fer út fyrir allt í túlkun á viðfangsefninu. Leikarar allir skara framúr og sýna magnaðan leik. Tónlistin er virkilega góð og flæðir með sem fullkomin stuðningur við túlkun leikarana og áherslur leikstjórans.

En myndin „Lof mér að falla“ er einnig tímamótaverk og mun fara í algjöra nýja nálgun með framhald sitt því myndin er ein mesta staðreynd samtímans í íslensku samfélagi í dag. Hún er núið, með sorg og sárum staðreyndum um það sem við sem þjóð erum að berjast við. Myndin sýnir heim sem við stöndum stjörf yfir að sé til og vonum að við getum falið okkur bakvið það að þetta sé bara bíómynd. En „Lof mér að falla“ er sárasta staðreynd og sönnun um það sem er að gerast núna – núna þegar fjöldi ungs fólks hefur látist sem af er árinu vegna fíkniefnaneyslu.

Myndin sýnir líka þá ömurlegu staðreynd um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, stöðunni í meðferðarúrræðum ungra fíkla, og ekki síst stöðunni með geðheilbrigðisþjónustu okkar hér á landi. Hún vekur upp reiði vegna stöðunnar og við spyrjum okkur, eftir að ganga uppgefin frá myndinni, dofin og orðlaus yfir því hvers vegna er ekki búið að leggja af stað í að breyta þessari stöðu, bæta úrræðin og styrkja það sem fyrir er. Við sjáum og heyrum af fréttum um skelfilegt bruðl stjórnvalda í dag og það sem við höfum verið að heyra í fréttum undanfarna daga og vikur. Svo er reynt að slá á umræðuna með því að skella fram loforðum og enn öðru átakinu. Af þessu er mesta skömm – fólk er að deyja – ungt fólk er að deyja!

„Lof mér að falla“ er mynd sem allir verða að sjá. Foreldrar, unglingar, allir verða að sjá þessa mynd. Ráðamenn þjóðarinnar ættu að sjá hana sérstaklega. „Lof mér að falla“ mun breyta öllu í dag því boðskapur hennar er mikill. Hún mun verða sýnd í skólum því hún er sorglegt dæmi og hefur gríðarlegt forvarnargildi. Það var því ánægjulegt að heyra það að foreldrar sé að gefa sér tíma til að fara í bíó og með börnum sínum til að horfa og læra af henni. „Lof mér að falla“ kallar fram allar mestu tilfinningar okkar og tár.

Ég vil þakka aðstandendum og leikurum fyrir einstaka og áhrifamikla túlkun sína. Baldvin Z. þakka ég fyrir að fara í þessa einstöku ferð.

„Lof mér að falla“ skilur eftir sig…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar