Miðvikudagur 17.10.2018 - 22:08 - Rita ummæli

ÚTIGANGSFÓLK DEYR !!

Þetta er svo sorglegt. Við sem þekkjum þetta erum alltaf að hamra á þessum mikla vanda útigangsmanna. Ár eftir ár, vetur eftir vetur. Já, senn kemur vetur. Frostið mun bíta og ennþá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu – og tapa – fólk deyr.
Það væri réttast að loka þessu bölvaða braggaskrýpi eða Mathöllinni við Hlemm til að svara ákalli þessa fólks. Breytum bragganum í heimili – tökum Mathöllina og opnum fyrir venjulegt fólk, ekki uppveðraða snobbista. Ömurleg staðreynd að búið sé að eyða fé í braggann og Mathöllina.

Þingmaðurinn Samfylkingarinnar skammar borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna. Væri ekki nær að horfast í augu við staðreyndir um stöðuna og breyta strax? Þingmaðurinn ætti að skammast sín fyrir að snúa út úr og hún ætti að horfa á stöðuna!

Ég fordæmi vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar – hafið skömm fyrir vinnubrögð ykkar. Drattist til að koma niður úr fílabeinsturninum og horfa á lífið eins og það er hjá mörgum í Reykjavík!

Skammist ykkar!!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar