Ódýr redding meirihluta borgarstjórnar, sem var að brenna inni með svörin um Braggamálið, var að fá slökkviliðsstjórann til að slökkva í sinunni með klöppum úr ráðhúsinu – og rjúka svo í burtu ábyrgðarlaus. Vitleysan, þvælan og stjórnleysið er lýgilegt.
Það að stjórnandi borgarinnar undir stjórn borgarstjóra hafi getað þetta er óeðlilegt og þýðir aðeins eitt – lögreglurannsókn er næsta skref þessa máls og annarra sem hafa verið keyrð langt framúr. Heiðarlegir starfsmenn borgarinnar eiga rétt á því – ásamt borgarbúum.
Rita ummæli