Færslur fyrir janúar, 2019

Þriðjudagur 29.01 2019 - 01:01

LOFORÐ VIÐ FANGA SVIKIN

Það er áhugavert þegar Facebook minnir mann á tímatal sitt og það sem maður þá var bardúsa og skrifa. Fyrir þremur árum sat ég málfund í Norræna húsinu sem var um betrunarmál fanga en spurt var „Betrun eða refsing.“ Knut Storberget, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs sagði frá forvitnilegum leiðum sem Norðmenn voru að gera. […]

Þriðjudagur 15.01 2019 - 17:46

ROSALEGA MIKIÐ AF SJÁLFSVÍGUM – LAUSNIN KOSTAR 13 ÞÚSUND KRÓNUR!

Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hærra í heiminum eða 15 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2012 samkvæmt skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Þetta ár sem þessi tölfræði kom fram árið 2012 frömdu 49 sjálfsvíg á Íslandi, 12 konur og 37 karlar. Á næstu dögum ætlar ung íslensk kona, búsett í New York að leysa þennan […]

Föstudagur 11.01 2019 - 11:55

KLUKKAN ER TILBÚIN TIL SÖLU…

Við íslendingar erum merkileg. Fyrir nokkrum dögum, eða þann 8. janúar kom bankastjóri Landsbankans brosandi af gleði með að tilkynna þjóðinni það að nú væri; „Landsbankinn tilbúinn til sölu og ekkert því til fyrirstöðu að hefja söluferlið.“ Bankastjórinn sagði einnig að hún teldi að bæði innlendir og erlendir aðilar muni hafa áhuga á að kaupa bankann. […]

Sunnudagur 06.01 2019 - 10:15

SAUÐURINN, APINN, OG FÁVITINN ÉG??

Facebook er merkilegt apparat sem við notum mörg hver mjög mikið með ýmsum hætti. Samfélagsvettvangur og afþreying, auglýsingar og fleira. Reglulega koma hinar ýmsu tilkynningar upp eins og ein sem fræg var um Jayden K. Smith, en hann var sagður hakkari sem tengdi sig inná kerfi Facebook og inná reikning manns. Nú síðast er tilkynning […]

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar