Föstudagur 11.01.2019 - 11:55 - Rita ummæli

KLUKKAN ER TILBÚIN TIL SÖLU…

Við íslendingar erum merkileg. Fyrir nokkrum dögum, eða þann 8. janúar kom bankastjóri Landsbankans brosandi af gleði með að tilkynna þjóðinni það að nú væri; „Landsbankinn tilbúinn til sölu og ekkert því til fyrirstöðu að hefja söluferlið.“

Bankastjórinn sagði einnig að hún teldi að bæði innlendir og erlendir aðilar muni hafa áhuga á að kaupa bankann. Rétt eins og að bjóða í partý þá vonaðist hún til að allir myndu mæta.

Í dag takast íslendingar á við það hvort færa eigi klukkuna til, hvort við förum fyrr af stað á morgnana eða seinna. Þá vaknað forsætisráðherra og er til í að ræða það. Endilega að fara í þá umræðu!

Á meðan er splunkunýtt fjármálaráðuneytið á fullri vinnu undir stjórn ráðherra að undirbúa tombóluna sem verður þegar bankarnir verða seldir og partýið byrjar – aftur – og vinirnir mæta og taka ókeypis tombólumiða.

Á meðan veltum við því fyrir okkur hvort að við vöknum fyrr eða seinna á morgnana í framtíðinni og höldum áfram að láta hafa okkur að fíflum af þessari elítu sem kaupa mun bankana, eða réttast að fá gefins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar