Við íslendingar erum merkileg. Fyrir nokkrum dögum, eða þann 8. janúar kom bankastjóri Landsbankans brosandi af gleði með að tilkynna þjóðinni það að nú væri; „Landsbankinn tilbúinn til sölu og ekkert því til fyrirstöðu að hefja söluferlið.“
Bankastjórinn sagði einnig að hún teldi að bæði innlendir og erlendir aðilar muni hafa áhuga á að kaupa bankann. Rétt eins og að bjóða í partý þá vonaðist hún til að allir myndu mæta.
Í dag takast íslendingar á við það hvort færa eigi klukkuna til, hvort við förum fyrr af stað á morgnana eða seinna. Þá vaknað forsætisráðherra og er til í að ræða það. Endilega að fara í þá umræðu!
Á meðan er splunkunýtt fjármálaráðuneytið á fullri vinnu undir stjórn ráðherra að undirbúa tombóluna sem verður þegar bankarnir verða seldir og partýið byrjar – aftur – og vinirnir mæta og taka ókeypis tombólumiða.
Á meðan veltum við því fyrir okkur hvort að við vöknum fyrr eða seinna á morgnana í framtíðinni og höldum áfram að láta hafa okkur að fíflum af þessari elítu sem kaupa mun bankana, eða réttast að fá gefins.
Rita ummæli