Þriðjudagur 15.01.2019 - 17:46 - Rita ummæli

ROSALEGA MIKIÐ AF SJÁLFSVÍGUM – LAUSNIN KOSTAR 13 ÞÚSUND KRÓNUR!

Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hærra í heiminum eða 15 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2012 samkvæmt skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Þetta ár sem þessi tölfræði kom fram árið 2012 frömdu 49 sjálfsvíg á Íslandi, 12 konur og 37 karlar.

Á næstu dögum ætlar ung íslensk kona, búsett í New York að leysa þennan vanda fyrir tæpar 13 þúsund krónur og á einni kvöldstund.

Fólk tekur það með sér þegar það kemur út [eftir fyrirlestur hennar] að vera miklu sterkari og heill einstaklingur.“ 

Í einu viðtalinu þar sem hún markaðssetur viðburðinn segir hún einnig þetta:

„Lausnin í þessu er einföld, setningin Þú ert bara nóg. Þannig að þessi viðburður er settur upp til heiðurs þeirra sem héldu að þau væru ekki nóg, og ég vil bara breiða út þennan boðskap eins og ég get og mig langar þannig að önnur hver manneskja sé að halda svona Masterklass því þetta eru bara skilaboðin.“

Ég veit ekki með reynslu þessa New York búa með sjálfsvígsmál, þunglyndi og aðra andlega vanlíðan, en ég veit það af eigin reynslu að töfrasýning á þrettán þúsund krónur virkar ekki. Sú aðferð er siðlaus leið til að ná peningum af fólki sem þarf hjálp. Að markaðssetja sjálfsvíg – og í mínum huga – vanvirða það fólk sem fór þá leið er sorglegt að sjá.

Ég vann hjá Neyðarlínunni í mörg ár. Ég tók á móti ótal mörgum málum sem tengdust sjálfsvígum og ég tók einnig á móti tilkynningum um sjálfsvíg. Sorgin og eftirmáli þess. Ég þekki þetta einnig af eigin reynslu ættingja. „Þú ert nóg,“ virkar ekki að segja.

Sem manneskja með sérþekkingu á þessu máli, er pottþétt að leið fyrirlesarans er ekki að virka. Málið er samfélagslegt og verkefni okkar allra sem hefur meðal annars farið af stað með vinnu margra sem láta málið sig varða. Það vinnst ekki með tilboði frá New York, og því síður á einu kvöldi sem kostar þrettán þúsund krónur!

Ég hélt að við værum komin lengra í þessum málum og að virðing þessa máls sé ekki í markaðslegum tilgangi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar