Þriðjudagur 29.01.2019 - 01:01 - Rita ummæli

LOFORÐ VIÐ FANGA SVIKIN

Það er áhugavert þegar Facebook minnir mann á tímatal sitt og það sem maður þá var bardúsa og skrifa. Fyrir þremur árum sat ég málfund í Norræna húsinu sem var um betrunarmál fanga en spurt var „Betrun eða refsing.“ Knut Storberget, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs sagði frá forvitnilegum leiðum sem Norðmenn voru að gera. Fjöldi manns mættu og þar á meðal þingmenn Samfylkingarinnar, VG, og Sjálfstæðisflokksins.

Allir voru sammála um að fara í það að laga þessi mál í íslenskum raunveruleika. Fyrrum fangar töluðu, aðstandendur og vinir. Allir bentu á vanda sem enn er til staðar og er ekki einu sinni á blaði að leysa.
Sálfræðiþjónusta og huglæg endurhæfing fanga er lífsins mikilvæg en hún er í rúst. Því miður hafa dæmin sýnt það. Réttindi fanga og ekki síst aðstandenda eru óbreytt og að litlu virt.

Það er því leiðinlegt og um leið sorglegt að muna eftir digurbarkalegum yfirlýsingum þingmannanna sem mættu fyrir þremur árum og lofuðu algjörum áherslubreytingum í málefnum fanga, en voru eintóm svik og aðeins notað í pólitísku poti og sýndarmennsku og vera aðeins sem minning á Facebook.

Ekki er vilji að hefja þessa vinnu. Það er komin tími á að breyta!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar