
Allir voru sammála um að fara í það að laga þessi mál í íslenskum raunveruleika. Fyrrum fangar töluðu, aðstandendur og vinir. Allir bentu á vanda sem enn er til staðar og er ekki einu sinni á blaði að leysa.
Sálfræðiþjónusta og huglæg endurhæfing fanga er lífsins mikilvæg en hún er í rúst. Því miður hafa dæmin sýnt það. Réttindi fanga og ekki síst aðstandenda eru óbreytt og að litlu virt.
Það er því leiðinlegt og um leið sorglegt að muna eftir digurbarkalegum yfirlýsingum þingmannanna sem mættu fyrir þremur árum og lofuðu algjörum áherslubreytingum í málefnum fanga, en voru eintóm svik og aðeins notað í pólitísku poti og sýndarmennsku og vera aðeins sem minning á Facebook.
Ekki er vilji að hefja þessa vinnu. Það er komin tími á að breyta!


Rita ummæli