Miðvikudagur 06.03.2019 - 09:59 - Rita ummæli

ÞRIÐJI ORKUPAKKINN OG LANDSVIRKJUN TIL SÖLU?

Árið 2000 hófst í raun vinna hjá nokkrum hagsmunaaðilum með hinn svokallaða þriðja orkupakka. Ótrúlegt plott fór þá af stað. Málið snýst um algjört yfirráð yfir rafmagni og vatni á Íslandi, yfirráðum yfir því að selja rafmagn og vatn til neytenda. Í dag er raforka og vatn auðvitað seld með ýmsum hætti, en síðastliðin ár og núna vikur og daga hefur plottið, sem tekið hefur um tuttugu ár, tekist og er þjóðin ef til vill að vakna upp við verstu martröð sem er staðreynd um stöðuna – Landsvirkjun á að selja og nokkrir ákveðnir aðilar vilja eignast fyrirtækið.

Stór álver hafa verið reist og er raforka seld til þeirra á sérkjörum. Sú vinna sem kom í kjölfarið hefur kostað fórnir á landi okkar og er stórhluti af því óafturkræf náttúrunni. Í efnahagslegri uppsveiflu [góðæri] vorum við lítið að velta fyrir okkur hver fléttan væri í raun og veru en núna árið 2019 er komið í ljós hver hún er – selja á Landsvirkjun!

Með í kaupunum verður fyrirtæki sem ætlar sér að halda áfram með rafstreng til Evrópu. Með strengnum verður möguleiki á að flytja, samhliða með lögn, ferskt vatn. Landsnet mun einnig fylgja með í kaupunum. Með þessu mun allt yfirráð og öryggi þjóðar með raforku, vatn, og dreifikerfi upplýsingamiðlunar, farsíma og internets fara í hendur einkaaðila. Þessir aðilar hófu áætlun sína um árið 2000. Þeir munu láta okkur – þjóðina – borga fyrir vinnuna, og hægt og rólega munum við borga fyrir markaðslega leið þessara aðila til Evrópu. Við munum sjá um að greiða fyrir því að þeir geti farið í „bisness“ með vatn og rafmagn til Evrópu.

Nýlega skrifaði núverandi fjármálaráðherra undir hina ýmsu samninga og hægt og rólega er verið að láta ríkið kaupa inn í bú Landsvirkjunar sem svo verður selt til einkavina. Ef einhver man eftir gjörning þessa sama manns með Borgun þá er þetta líklega síðasta verk fjármálaráðherra sem sandkorn í fjalli siðleysinnar á öllu því sem hann kemst upp með að gera.

Á meðan er Ísland rænt endanlega, bankarnir eru rændir skipulega innan frá af yfirstjórn þeirra með ýmsum klækjabrögðum í formi forkaupsrétta, launahækkana, og sérhagsmuna elítu stjórnenda bankanna.
En vegna þess að þetta viðgengst enn og lítið sem ekkert er gert til að breyta til batnaðar, þá munum við áfram lifa á brauðmolum frá þeim örfáu sem eiga allt í samfélaginu, stjórna öllu með tengingu í fyrirtæki og stofnanir samfélagsins, og koma sínum hagsmunum að jafnvel með því að fá sjávarútvegsráðherra til að koma bestu útkomu sinni áleiðis og í höfn. Eða týna í burtu fasteignir frá Íbúðalánasjóði og selja á algjörum kostakjörum til einkavina í boði félags- og húsnæðismálaráðherra. Sömu aðilar – vinir ráðherra – sem hafa svo búið til leigufélög og stunda brask með íbúðir og fleira. Þeir komast upp með gjörninginn og ráðherra einnig.

Þannig, að áfram munum við horfa uppá þessi vinnubrögð og allt verður óbreytt. Aðeins siðferðileg bylting getur breytt þessu og þá vinnu gerum við sjálf. Þetta er undir okkur komið að breyta – ef hún mun þá nokkuð eiga sér stað!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar