Mánudagur 25.03.2019 - 15:50 - Rita ummæli

AÐ SLÁTRA WOWAIR…

Ég hef talað um það áður hér að mér hefur þótt Skúli hafa farið alltof geist í að slá um sig. Hann er partýpinni og kann örugglega að gera flottustu partýin. En ég veit að hann gerir ágætlega við starfsfólk sitt, þótt hann fari offari í mörgu, en ég læt það liggja hér.

Nú keppast nokkrir við að slátra Skúla og WOWair. Einhver ferðamógull hélt virkilega að WOW fengi ríkisábyrgð og að hann gæti tekið allt sem Skúli hefur byggt upp, keyrt í þrot og látið íslenska ríkið borga reikninginn.

Icelandair fer aftur í twist með Skúla með það að reyna kaupa WOW. Það er bara útaf einu. Icelandair þarf á vélunum að halda því ekkert má útaf bregða til að skaða þá, eftir að Max vélarnar voru stöðvaðar og rannsókn stendur yfir með hugbúnað þeirra. Fyrir Max – var WOW ekki kostur – eftir Max – þurfa þeir á Skúla að halda.

En ég trúi því að Skúli nái að snúa þessu dæmi við. Það er nefnilega ekki ódýrt fyrir íslendinga að fljúga frá Íslandi. Endalaus keppni við að fá lukkunúmer á tilboðum er þreytandi og horfa uppá ferðamenn koma til Íslands á ótrúlegum verðum er orðið fyrir löngu leiðinlegt og manni ofbýður þegar maður rannsakar verðin og möguleikana. Með komu WOW breyttist samt staðan lítillega með verð og margt lagaðist fyrir íslenska neytendur.

Kannski nær Skúli að bjarga þessu, amk finnst mér vont að sjá að menn eru að fíflast með vinnustaði þar sem mörg þúsund manns vinna.

Skoðum aðeins söguna og stöðuna í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um þann möguleika að ríkið komi WOW til hjálpar:
„Bjarni segir að í raun hafi ekkert breyst varðandi að komu stjórnvalda eftir að tilkynnt var um viðræðuslit WOW og Icelandair Group. „Þarna er um að ræða fyr­ir­tæki í einka­eigu sem er að reyna að greiða úr sín­um fjár­hags­vanda og það hef­ur ekk­ert breyst.“

En hvers vegna var fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra, SJÓVÁ bjargað á sínum tíma?
Hvers vegna er ekki hægt að bjarga WOWair eins og gert var með Kísilverksmiðjuna í Helguvík en ARION banki afskrifaði lán bankans til verksmiðjunnar uppá 6,2 milljarðar.

Getur verið að það sé einlægur vilji hjá yfirvöldum og ákveðnum hagsmunaaðilum að nota tækifærið og slátra Skúla endanlega og þar með tryggja það að 4000 manns fylgi með og missi störf sín?

Það er ljóst að ríkisstjórn hefur þetta í hendi sér í dag – því miður!

Önnur myndin hér sýnir að ráðherrar fengu „sérfræðinga“ til að segja sér stöðuna það er núna árið 2019.

Hin er af Steingrími J. Sigfússyni þáverandi fjármálaráðherra en hann var einmitt sá sem bjargaði SJÓVÁ með því að borga fyrir það 16 milljarða úr ríkissjóði.

Og það er ekki hægt að hjálpa WOW air!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar