Mánudagur 15.04.2019 - 01:00 - Rita ummæli

FJÁRMÁLARÁÐHERRA AFHJÚPAR SIG!

Þann 6. mars s.l. skrifaði ég á Eyjunni grein um kenningu mína um einbeitta fyrirætlan fjármála- og efnahagsráðherra í að selja Landsvirkjun og keppikefli hans að koma 3 Orkupakkanum í gegnum þingið nú á næstu dögum og vikum. Nefndi ég einnig þá augljósu ætlan ráðherra að komast yfir Sæstreng til Evrópu og í öllu hans plotti þarf að búta Landsvirkjun niður.

Það tók fjármálaráðherra rétt um einn mánuð að sanna það fyrir mig að ég hef rétt fyrir mér og afhjúpa plottið með Sæstrenginn, að ríkið stjórni umráðum hans, einmitt undir stjórn ráðherrans. Ráðherrann, fyrir hönd íslenska ríkisins, ásamt forstjóra Landsvirkjunar hafa skrifað undir samkomulag um að Landsvirkjun framselji 33,2% eignarhlut í Farice ehf, en Farice var stofnað árið 2002 og rekur gagnastrengina Farice og Danice. Eftir framsalið verður Farice að fullu í eigu íslenska ríkisins.
Matsverð eignarhlutar í Farice er um 9,2 milljónir evra. Í frétt frá Landsvirkjun fylgir með að hlutur Landsvirkjunar í Neyðarlínunni hafi einnig verið seldur fyrir 12,5 milljón króna, ekki Evra. Reyndar er verðið á Neyðarlínunni óvenju lágt því búið er fjárfesta gríðarlega í hugbúnaði og þekkingu.
Augljóst er verið að villa um fyrir í tilkynningu frá Landsvirkjun því upphæð Farice er sögð í Evrum og virkar lág upphæð, en verð Neyðarlínunnar er gefið upp í íslenskum krónum. Erfitt virðist vera fyrir Landsvirkjun að skrifa 1300 milljónir króna (eitt þúsund og þrjú hundruð milljónir króna).

Það er löngu ljóst að fjármálaráðherra ásamt núverandi ríkisstjórn Íslands ætlar sér að búta orkuna upp í eignir til einkaaðila. Hvaða sérsamningar hafa átt sér stað við Evrópusambandið er ekki komið í ljós. En það er deginum ljósara að þessi vinna er komin á fullt og ráðherra ætlar sér að láta vildarvini fá heimildir til að ráða yfir orku þjóðarinnar.

Á þá staðreynd hafa fjölmargir bent á og hafa jafnvel gamlir pólitískir andstæðingar staðið saman og með þekkingu og griðarlegri reynslu sinni bent á hættuna og stigið fram til að koma í veg fyrir mesta þjófnað í sögu þjóðarinnar, en hann er korter í að verða að veruleika með því að Orkupakki 3 verði samþykktur. Slíkt er glapræði og dauðans alvara fyrir íslenska þjóð og framtíð okkar. Slíkt má ekki gerast. Þennan augljósa þjófnað þarf að stöðva strax. Ríkisstjórn Íslands hefur ekki þessa heimild!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar