Í fjölmiðlum hafa farið fram meintar deilur og ávirðingar í garð núverandi þjóðleikhússtjóra Ara Matthíassonar. Korter’í endurnýjun á starfi hans koma fram deilur ákveðinna aðila og ýmislegt er borið á þjóðleihússtjórann, þrátt fyrir að hann hafi stýrt starfi sínu prýðilega með ágætum sýningum. Þrátt fyrir stífar venjur í garð þjóðleikhúss um að sinna öllum þáttum hefur tekist að gera gott starf.
Og nú, eftir að búið er að gera Ara Matthíasson nægilega tortrygginn, skipa annað ráð leikhússins, nefnd frá ráðherra og hvetja rúvstjórann til að miklast í starfið, er líklegt að Ari verður ekki áfram í starfi sínu enda gengdarlausar ávirðingar í hans garð og mál borin á torg sem skilst illa.
Mér þykir grunsamlegt að ráðist sé á þjóðleihússtjórann „korterí“ og allt sett uppí loft til að setja stimpil á Ara. Það er því Salómonsdómur væntanlegur frá ráðherra og þeim sem ákveða hvort Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri fái að halda áfram með uppbyggingu á þjóðleikhússinu og að sinna menningu þjóðar. Mér finnst ekki þurfa að skipta út þjóðleikhússtjóra og ætti Ari Matthíasson að halda áfram 1. janúar 2020.
Rita ummæli