Um næstu helgi mun hin geðþekki tónlistarmaður Ed Sheeran skemmta á Íslandi með miklum tónleikum í Laugardalnum. Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu og er nokkuð öruggt að þeir verða til fyrirmyndar.
Öryggisgæslan verður mikil og umfang tónleikana einnig. Í fyrirspurn minni til SENU vegna þess að ég hafði heyrt að bannað væri að taka vökva með sér kom í ljós að;
„Það er ekki bannað að koma með vatn eða vatnsflöskur, en til að tryggja öryggi er ekki leyfilegt að koma með flösku með tappa.“
„Einnig verður hægt að kaupa 500ml vatnsflösku á 200 kr.“
Hvernig flöskur eru leyfilegar veit ég ekki, en tel að SENA sé til fyrirmyndar hér því ég hafði óttast að þegar inn væri komið myndi vatnið verða selt dýrum dómi líkt og gert er í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Góða skemmtun!
Rita ummæli