Þriðjudagur 13.08.2019 - 11:57 - Rita ummæli

AUÐKÝFINGUR EIGNAST LAND

Umræða um uppkaup auðmanna á jörðum er í sjálfu sér ekki ný. Auðkýfingar – auðmenn hafa alltaf numið land, byggt sér sumardvalarstaði og leiksvæði. Það að erlendir auðmenn komi hér og kaupi upp jarðir, sem einmitt hafa mikil hlunnindi, s.s. ferskvatn, sjó, veiðimöguleika, og aðrar leiðir sem nýtast auðmanni. Svo miklir peningar eru um að ræða að ekki skal undra neinn að landeigendur sjái sér skjótfengin gróða og láti slag standa. Jafnvel hafa stjórnmálamenn bitið á agnið og eru á fullu í jarðarbraski og eignasölu lands. Þeir sjá peningana sem renna í gegn og horfa undan.

En allt í einu er forsætisráðherra að hafa áhyggjur af því að auðkýfingar eignist hér mikið land og séu nú með um 1% lands af þjóðinni, landinu Ísland. Á meðan forsætisráðherra og fjármálaráðherra koma fram í fjölmiðlum til að lýsa áhyggjum sínum af stöðunni, er þekktur auðkýfingur að setja þöggunarfé í „samfélagið,“ lofar öllu fögru og ráðherraparið gleymir að taka þessa fléttu auðkýfingsins inn í umræðuna, sem er upphæð í smáaurum talið fyrir svo efnaðann mann, en aðferðin er algjör snilld hjá honum.

Auðkýfingar eru ekki bara þeir sem kaupa upp jarðir og hlunnindi sér til hagsbóta og ætla sér eflaust mun stærri hluti með landareign á Íslandi, annað en að segjast eiga land á þessu fagra landi.
Auðkýfingar og auðmenn hafa nefnilega einnig ætt af stað og með aðstoð stjórnmálamanna eignast gríðarlega mikin auð í formi fasteigna, og einnig með kvótakerfinu sem hefur gert örfáa íslendinga svo ríka að tölurnar eru lýgilegar. Enn fást ekki svör um þær mörgu eignir sem seldar voru frá Íbúðarlánasjóði, hverjir fengu að kaupa og með hvaða kjörum. Þar þegir ráðherra húsnæðismála.

Því er vert að velta fyrir sér hvort sé verra að kaupi upp jarðir hér á landi, íslendingar…. eða útlendingar? En eitt er á hreinu og það er að á meðan jarðir seljast hér auðmönnum er erfitt að sjá nýliðun hjá ungum bændum. Ungir bændur munu eiga enn erfiðara með að hefja búskap – nógu erfitt er það nú.

En á meðan þetta á sér stað, brosa íslenskir auðmenn og kvótakóngar yfir umræðu um erlenda auðmenn. Þeir eru „stikkfrí“ í umræðunni og keppast við að skila hagnaði úr sjávarauðlindum þjóðarinnar til að fá sem mestan arð – fyrir sig!

 

*Myndin tengist ekki umræðunni á neinn hátt!

Flokkar: Óflokkað

«

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar