Mánudagur 30.4.2018 - 11:45 - FB ummæli ()

Nemandann í fyrsta sæti

Reykjavík sem höfuðborg á að vera leiðandi í rekstri grunn- og leikskóla og setja ríkar kröfur um gæði þeirra skóla sem sveitarfélagið á og rekur.

  • Miðflokkurinn ætlar að setja nemandann í fyrsta sæti og veita þeim sem þurfa einstaklingsmiðað nám.
  • Miðflokkurinn ætlar að auka á sjálfstæði grunnskólanna og draga úr miðstýringu.
  • Miðflokkurinn ætlar að endurskipuleggja algjörlega menntastefnu Reykjavíkurborgar með tilliti til reynslu undanfarinna ára. Áhersla skal lögð á kennslu í lestri, íslensku og reikningi.
  • Miðflokkurinn ætlar að auka vægi verklegra greina, listgreina og íþrótta.
  • Miðflokkurinn ætlar að hafa gjaldfrjálsa grunnskóla hvað varðar námsgögn og hádegismat.
  • Miðflokkurinn ætlar að efla Vinnuskóla Reykjavíkur með fjölbreyttu og auknu starfsvali.
  • Miðflokkurinn ætlar að efla úrræði fyrir ungt fólk með sérþarfir.
  • Miðflokkurinn ætlar að endurskipuleggja starfsemi leikskólanna.

Flokkar: Skólamál

Þriðjudagur 24.4.2018 - 22:12 - FB ummæli ()

Miðflokkurinn í Reykjavík ætlar að:

Forgangraða fjármunum borgarinnar í grunnþjónustu

Margfalda húsnæði fyrir fjölskyldur og ungt fólk í úthverfum borgarinnar.

Bjóða upp á gjaldfrjálsan mat í grunnskólum borgarinnar.

Skipuleggja nýtt svæði fyrir þjóðarsjúkrahús að Keldum.

Standa vörð um að flugvöllurinn verði áfram hjarta allra landsmanna í höfuðborginni.

Bæta gatnakerfið og stytta ferðatímann fyrir fjölskyldubílinn

Bjóða upp á gjaldfrjálsan Strætó fyrir alla með lögheimili í Reykjavík

Tvöfalda upphæð Frístundakortsins, úr 50.000 kr. í 100.000 kr.

Fjölga kennslustundum í verk-, tækni-, og listgreinum grunnskóla

Stórefla Vinnuskóla fyrir 13 til 18 ára með auknu starfsvali

Frekari útlistun á stefnuskrá framboðsins mun verða birt á morgun. Þar má finna frekari útlistun á fjármálastefnu, skólamálum, velferðarmálum, skipulagsmálum og samgöngumálum

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 17.4.2018 - 14:43 - FB ummæli ()

Traust fjármálastjórn

Forsenda þess að sveitarfélög geti rækt lögbundnar skyldur sínar við íbúana er að stjórn á fjármálum þeirra sé markviss og stefnuföst. En er það svo í Reykjavík? Er verið að ná bestun við fjármálastjórn borgarinnar? Útsvarið er í hæstu álagningu sem lög leyfa eða 14,52%. Í hvað fara peningarnir og eru þeir að skila sér í lögbundið hlutverk Reykjavíkur?
Við frambjóðendur Miðflokksins ætlum að endurskoða rekstrarumhverfi Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur mánuðunum eftir borgarstjórnarkosningar fáum við til þess afl. Skilgreint verður hvert er lögbundið hlutverk borgarinnar og fjármunum síðan forgangsraðað í grunnstoðir eins og lög mæla fyrir um. Ólögbundin verkefni verða skoðuð sérstaklega og það metið upp á nýtt hvernig þeim verður forgangsraðað eða þau jafnvel tekin af dagskrá. Í þessum aðgerðum liggur mikið „fundið fé“.
Á árunum 2009 – 2010 var Reykjavíkurborg býsna vel rekin. Borgin var réttu megin við núllið ólíkt ríkinu sem á þessum tíma var rekið með botnlausum hallarekstri undir stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Það stóð heima að þegar Dagur B. og Jón Gnarr komust í borgarstjórn um mitt ár 2010 byrjaði skuldasöfnun borgarinnar sem ekki sér fyrir endann á og skuldar Reykjavíkurborg nú langt yfir 100 milljarða. Þessari alvarlegu stöðu þarf að snúa við og leggjum við í Miðflokknum fleira til í þeim efnum en að forgangsraða í lögbundin verkefni.

Í fyrsta lagi ætlum við að innleiða ráðningarstopp eins og gert var á árunum 2009-2010 hjá borginni. Um mitt ár 2010 hafði starfsmönnum borgarinnar fækkað um 1.000 á rúmu ári einungis með því að ráða ekki í þær stöður sem losnuðu. Til að taka af allan vafa er hér ekki átt við starfsmenn í lögbundinni grunnþjónustu. Eftir þessar aðgerðir/fækkun voru starfsmenn um 7.000. Í byrjun árs 2018 eru starfsmenn Reykjavíkur rúmlega 9.000 samkvæmt svari til sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Sveitarfélögin hafa ekki tekið að sér ný lögbundin hlutverk sem neinu nemur sem réttlætir þessa fjölgun starfsmanna. Áætla má miðað við fyrri reynslu að auðvelt verði að fækka starfsmönnum borgarinnar á ný án þess að skerða lögbundna þjónustu og í leiðinni að draga úr útgjöldum upp á fleiri milljarða. Dæmi: 1.000 stöðugildi, 7 milljóna árslaun = 7 milljarðar á ársgrundvelli.

Í öðru lagi ætlum við að besta vöru- og þjónustu innkaup Reykjavíkur. Innkaupastefna borgarinnar er mjög óskýr og lítið gert til að ná besta verði í innkaupum. Við vitum að með því að taka upp nýja verkferla í innkaupum með verkfærum sem veita yfirsýn, gagnsæi og greiningarhæfni sparar það borginni umtalsverða fjármuni. Sú sem þetta ritar hefur reynt síðustu vikur að fá sundurliðað hjá Reykjavíkurborg hversu hátt hlutfall af tekjum borgarinnar fari í innkaup á vörum og þjónustu, en ekki er hlaupið að því að fá slíkar upplýsingar þrátt fyrir fyrirheit um gagnsæi. Skóla- og frístundarsvið Reykjavíkurborgar fékk nýsköpunarverðlaun 2014 sem snéru að innleiðingu bestunar á innkaupum mötuneyta í skólum í Grafarvogi. Náði verkefnið til innkaupa, næringarútreiknaðra matseðla, kostnaðarvitundar starfsfólks og minni sóunar. Þrátt fyrir þessar kröfur náði verkefnið fram 10% peningalegu hagræði. Á þessu má sjá að útsvarsgreiðendur eiga mikið undir við rekstur borgarinnar og spyrja má hvers vegna þetta nýsköpunarverkefni var ekki strax árið 2014 speglað yfir á öll innkaup borgarinnar.

Í þriðja lagi ætlum við að draga úr utanlandsferðum á vegum borgarinnar og herða eftirlit með þeim svo ekki verði farið nema nauðsyn beri til.
Með þessari forgangsröðun í fjármálastjórnun borgarinnar ætti reksturinn að vera kominn í gott horf á tveimur árum. Miðflokkurinn ætlar í framhaldinu að lækka útsvar á seinni hluta kjörtímabilsins án skerðingar á grunnþjónustu. Traust fjármálastjórnun er forsenda góðrar þjónustu við borgarbúa.

Þessi grein birtist fyrst í Morgunblaðinu

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 14.4.2018 - 15:02 - FB ummæli ()

Við lærum fyrir lífið

Reykjavík sem höfuðborg á að vera leiðandi í rekstri grunn- og leikskóla og setja ríkar kröfur um gæði þeirra skóla sem sveitarfélagið á og rekur. Fyrir leikmann eins og mig sem á ekki lengur börn í skólum borgarinnar þá er umræðan mjög vandamálahlaðin og er það miður. Við treystum leik- og grunnskólakennurum fyrir börnunum okkar lungað úr deginum og það er óásættanlegt ef slæmur andi er innan skólaveggjana. Það getur ekki heldur verið gott fyrir starfsandann að standa í kjarabaráttu árum saman. Kulnun í starfi er mjög algeng hjá þessum fjölmennu kvennastéttum og það eitt og sér er rannsóknarefni. Nú bætist ofan á allt að húsnæði einhverra skóla er orðið heilsuspillandi vegna raka og myglu. Borgin hefur sparað sér til tjóns í viðhaldi á skólabyggingum í þessu góðæri sem gengið hefur yfir borgarsjóð.

Miðflokkurinn ætlar að setja nemandann í fyrsta sæti, veita þeim sem þurfa, einstaklingsmiðað nám og efla úrræði fyrir ungt fólk með sérþarfir. Þarna erum við ekki síður að beina sjónum okkar að þeim börnum sem þurfa mjög krefjandi verkefni og leiðist í skólanum af þeim sökum að námsefnið er of létt, frekar en þeim sem þurfa mikinn stuðning. Ísland er þekkt fyrir snjalla frumkvöðla og það verður að hlúa að snillingunum strax í æsku. Fegurðin í einstaklingsmiðuðu námi fyrir báða hópa er að oft finnast mestu snillingarnir og frumkvöðlanir í þeim sem illa ná að fóta sig í þeim fögum sem eru hefðbundin samkvæmt stundaskrá.

Hér á eftir fer stefna Miðflokksins í Reykjavík í skólamálum. Miðflokkurinn ætlar að auka á sjálfstæði grunnskólanna og draga úr miðstýringu að öðru en því sem snýr að innkaupum. Við ætlum að endurskipuleggja algjörlega menntastefnu Reykjavíkurborgar með tilliti til reynslu undanfarinna ára. Áhersla skal lögð á kennslu í lestri, íslensku og reikningi og auka vægi verklegra greina, listgreina og íþrótta. Miðflokkurinn ætlar að hafa gjaldfrjálsa grunnskóla hvað varðar námsgögn. Hádegismatur í skólum verður einnig gjaldfrjáls fyrir börn 6-12 ára. Til að fyrirbyggja sóun á útsvarstekjum þá verða námsgögn boðin út fyrir alla skólana í einu til að ná bestun í innkaupum. Við fullyrðum að hægt er að ná hagstæðari innkaupum í mötuneytum borgarinnar eins og kom í ljós í tilraunaverkefni sem farið var í í Grafarvorgi og hlaut nýsköpunarverlaun 2014. Kostnaður sem borgin ber við að hafa gjaldfrjálsan mat í grunnskólum fyrir þennan aldur er rúmur milljarður á ári.

Margir hafa rætt það að innleiðing skóla án aðgreiningar hafi mistekist. Við ætlum ekki að kveða svo fast að orði en eitt er víst að fara verður ofan í saumana á skólastarfi í borginni því öll erum við sammála um að árangurinn í skólastarfi er algjörlega óásættanlegur miðað við samanburð við aðrar þjóðir. Við ætlum að gera skólastjórnendur ábyrga fyrir að leysa úr eineltismálum í skólum borgarinnar og á þeim málum verður að taka á af mikilli festu. Ljót eineltismál hafa líka komið upp síðustu ár á milli kennara og nemenda þar sem hagur nemandans hefur verið fyrir borð borinn. Við gerum þá kröfu til skólastarfs að nemandinn sé ávallt í fyrsta sæti því samkvæmt lögum hefur hann skólaskyldu.
Við lærum ekki fyrir skólann, við lærum fyrir lífið

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins, hún sat á þingi á árunum 2009 til 2016 og var meðal annars formaður fjárlaganefndar frá 2013.
RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir