Fimmtudagur 13.02.2014 - 15:17 - FB ummæli ()

Pönkast á Seðlabankanum

Um daginn kynnti forsætisráðherra ´stærstu skuldaaðgerðir í heimi´að eigin sögn.

Og nú gefur Seðlabanki Íslands út peningamál, en hann hefur lögbundið hlutverk að setja peningastefnu til að ná verðbólgumarkmiði.

Sem gefur að skilja verður bankinn þá, lögum samkvæmt, að segja fólki hvernig stærstu aðgerðir í heimi hafi áhrif á spár bankans um verðbólgu og hagvöxt

Og þá verður forsætisráðherrann alveg brjálaður ….  þetta hafi jú verið algerlega ´óumbeðið´.

Af hverju skrifa þeir ekki bara um ´greiðslujöfnuð´  …..  eða eitthvað?

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/02/12/greining-sedlabankans-sem-forsaetisradherra-mislikadi/

 

Ég á erfitt með að ímynda mér annað en að fólk á mínum gamla vinnustað í Seðlabanka Bandaríkjanna myndi reikna út áhrif bandarískra fjárlaga, hvað þá heldur áhrif ´stærstu aðgerða í heimi´ á verðbólgu og hagvöxt. Og jafnvel óumbeðið.

Það er líka dulítið erfitt að ímynda sér að nokkrum stjórnmálamanni bandarískum – hvað þá heldur æðsta stjórnanda ríkissins — dytti í hug að þetta væri óeðlilegt, eða skrítið, enda lögbundið hlutverk bankans hér í Bandaríkjunum líkt og uppá Íslandi.

Í hvaða skógarferð er forsætisráðherra Íslands eiginlega kominn? Og síðan hvenær eru stjórnmálamenn farnir að kalla hagvaxtarspár opinberra stofnana sem eru lögum samkvæmt sjálfstæðar ´óumbeðnar´.  Á bankinn að fara að hafa samband við Sigmund og spyrja um leyfi áður en hann tjáir sig um efnahagsmál? Hvaða rugl er þetta eiginlega?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur