Miðvikudagur 31.08.2011 - 07:00 - FB ummæli ()

Bann við herskyldu (31. gr.)

Í 31. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Herskyldu má aldrei í lög leiða.

Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um þetta – og því er  um að ræða stjórnskipulegt nýmæli þó að sögulega sé svo ekki og pólitískt sé væntanlega mikil sátt um að halda sig við þá stefnu sem hér er áréttuð, sbr. m.a. erindi sem bárust stjórnlagaráði um þetta atriði. Í því sambandi má benda á að við stofnun fullvalda ríkis á Íslandi 1. desember 1918 var ákveðið að Ísland skyldi ávallt vera hlutlaust; frá því var að vísu strax vikið aðeins 3 áratugum síðar, við aðildina að NATÓ, fimm árum eftir lýðveldisstofnun og sambandsslit við Danmörku.

Ákvæðið bannar þó einungis skylduher, þ.e. að íslenskir ríkisborgarar eða aðrir verði skyldaðir til að þjóna í her. Ekkert er því til fyrirstöðu að stjórnvöld komi á fót formlegum sjálfboðaliðaher eða að þær aðstæður skapist að óformlegur sjálfboðaliðaher taki til starfa ef svo ólíklega færi að til þess þyrfti að koma.

Hér má lesa ítarlegri skýringar skrifstofu stjórnlagaráðs með stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs (sjá um þetta ákvæði á bls. 76-77).

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur