Sunnudagur 21.10.2012 - 21:37 - FB ummæli ()

Ósigur Sjálfstæðisflokksins

Þegar sagt er að áhugafólk um nýtt Ísland hafi unnið stóran sigur í kosningunni í gær, blasir auðvitað við að Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð. Hið sama má segja um LÍÚ og aðra talsmenn sérhagsmuna – sem í reynd eru útibú frá flokknum.

Talsmenn Sjálfstæðisflokksins hömuðust gegn tillögum stjórnlagaráðs eins og þeir ættu líf sitt undir því að þjóðin felldi þær.

En þjóðin hafnaði flokknum – með afgerandi hætti.

Eftir að niðurstaða lá fyrir settu Sjálfstæðismenn í gang prógram til að lágmarka tjónið fyrir flokkinn og véfengja niðurstöðu þjóðarinnar. Þeir sögðu kosningaþátttökuna of litla og létu sem þeir er heima sátu væru á bandi flokksins. Sögðu að um 70% hefðu ekki mætt eða sagt nei við tillögunum – eins og það sé sami hópurinn!

Þetta gæti ekki verið vitlausara – jafnvel  þó Hannes Hólmsteinn hefði samið það!

Lang líklegast er að þeir sem heima sátu hafi svipuð sjónarmið og hinir sem kusu. Þetta er til dæmis stutt af könnun á viðhorfum til tillagna stjórnlagaráðs frá því í vor. Úrtak allra kjósenda fékk svipaða niðurstöðu og þjóðaratkvæðagreiðslan nú (sjá hér).

Í reynd er kosningaþátttakan mjög vel viðunandi og afar ólíklegt að niðurstaðan hefði orðið önnur jafnvel þó þátttakan hefði verið 80-90%, miðað við ofangreinda könnun. Þar fyrir utan ráða þeir sem mæta og láta sig málið einhverju varða.

Sjálfstæðismenn eru nú komnir í vörn og munu á yfirborðinu fara varlega í að leggjast gegn svona afgerandi niðurstöðu þjóðarinnar, í lokafrágangi nýrrar stjórnarskrár.

Því er líklegast að þeir muni reyna þá taktík að stýra orðalagi nýrra ákvæða, t.d. um náttúruauðlindir í þjóðareigu. Þynna út textann þannig að hann verði meiningarlaus. Þetta hafa þeir leikið áður.

Talsmaður LÍÚ var reyndar þegar kominn í fréttir RÚV í dag með þau skilaboð, að öllu máli skipti hvernig svona ákvæði væri orðað. Ekki mætti taka nein réttindi frá útvegsmönnum sem fyrri stjórnvöld hafi úthlutað þeim!

Sem sagt, ekki mætti breyta neinu sem máli skiptir.

Framsókn ætti hins vegar að styðja tillögur stjórnlagaráðs (sjá hér).

Baráttan um auðlindirnar og lýðræðið heldur þannig áfram, þó Sjálfstæðisflokkurinn og útvegsmenn hafa beðið afhroð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær.

Þess vegna er mikilvægur sá skilningur sem Jóhanna Sigurðardóttir ítrekaði í dag, að svigrúmið til að víkja frá tillögum stjórnlagaráðs sé lítið og helst bundið við tæknilegar útfærslur.

Þjóðin þarf áfram að halda vöku sinni, því sérhagsmunaöflin ásælast auðlindirnar sem fyrr – og svífast einskis.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar