Færslur fyrir febrúar, 2013

Fimmtudagur 28.02 2013 - 22:08

Styrmir boðar hreinsanir

Sjálfstæðismenn eru nú orðnir vissir um að þeir nái meirihluta með Framsókn í kosningunum í vor. Valdafíkn og hroki þeirra eykst að sama skapi með degi hverjum. Dæmi um það er að finna í pistli sem Styrmir Gunnarsson skrifar í dag, en hann er  fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og sérstakur aðgerðastjóri Sjálfstæðisflokksins til margar áratuga. Styrmir […]

Fimmtudagur 28.02 2013 - 00:07

Áhugaverður hægri maður

David Brooks, pistlahöfundur á New York Times, er uppáhalds hægri maðurinn minn. Það er hægt að vera honum sammála um sumt. Þó styður hann Repúblikana, þann skelfilega flokk, – svona upp að vissu marki. Pistlar hans sýna almennt mikinn skilning á samfélaginu í Bandaríkjunum og eru oft mjög athyglisverðir. Það sem einkennir Brooks er víðsýni, raunsæi […]

Þriðjudagur 26.02 2013 - 20:46

Jeffrey Sachs – Bylting frjálshyggjunnar í USA

Jeffrey Sachs, heimsþekktur hagfræðiprófessor við Columbia háskóla í New York og ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna í þróunarmálum, skrifaði nýlega athyglisverða grein um áhrif frjálshyggju á efnahag og þjóðfélag í Bandaríkjunum. Hann gefur frjálshyggjunni falleinkunn og segir hana hafa stórskaða samfélagið. Bylting frjálshyggjunnar hófst með stjórnartíma Ronald Reagans upp úr 1980. Reagan sagði að ríkisstjórnir hefðu ekki […]

Þriðjudagur 26.02 2013 - 09:05

Stjórnarskráin – athyglisverð umfjöllun

Tom Ginsburg, prófessor við Chicago háskóla og sérfræðingur í stjórnarskrármálum, flutti fyrirlestur í síðustu viku á vegum Eddu-Öndvegisseturs við Háskóla Íslands. Ginsburg hefur rannsakað stjórnarskrár og breytingar þeirra í fjölmörgum löndum. Hann var einnig í Silfri Egils á sunnudag og hafði margt athyglisvert og jákvætt að segja um nýju stjórnarskrárdrögin. Ginsburg kvað ekki upp úr […]

Mánudagur 25.02 2013 - 09:50

Sérstaða VG í íslenskum stjórnmálum

Að sumu leyti má segja að lítill munur sé á stefnu eða sjónarmiðum miðjuflokkanna á Íslandi: Bjartrar framtíðar, Dögunar, Framsóknarflokks, Hægri grænna, Lýðræðisvaktar og Samfylkingar. Auðvitað er afstaða til einstakra mála ólík, t.d. ESB aðildar, en á heildina litið ber frekar lítið í milli. Við sem erum á miðjunni í pólitíska litrófinu eigum ansi marga […]

Laugardagur 23.02 2013 - 13:03

Sjálfstæðisflokkur – Flokkur ríka fólksins

“Hvers konar flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn”, spyr Styrmir Gunnarsson í nýlegri bók sinni, Sjálfstæðisflokkurinn – Átök og uppgjör? (sjá bls. 268 og áfram) Við getum bætt við og spurt frekar, er Sjálfstæðisflokkurinn íhaldsflokkur, frjálslyndur flokkur, frjálshyggjuflokkur hins óhefta kapítalisma (í anda Répúblikana í USA), hagsmunaflokkur yfirstéttarinnar eða flokkur allra stétta? Hvað vegur mest í einkennum flokksins? […]

Fimmtudagur 21.02 2013 - 23:58

Bjarni lofar töfrabrögðum

Nú stefnir í kosningar. Framsókn spennti loforðabogann til hins ítrasta um síðustu helgi, eins og Þorsteinn Pálsson benti á (hér). Þorsteini leist ekki á, enda var í pakkanum “eitt stærsta kosningaloforð allra tíma”. Nú er röðin komin að Sjálfstæðisflokki. Landsfundur er settur. Bjarni Benediktsson flutti ræðu og virðist ætla að keppa við Framsókn í yfirboðum. […]

Miðvikudagur 20.02 2013 - 22:00

Helber ósannindi

Nærri þriðjungur af þeim greinum sem Birgir Þór Runólfsson skrifar á Eyjuna fjallar um mig og verk mín. Þessar greinar eru allar sama marki brenndar. Fyrirsagnirnar innihalda yfirleitt nafn mitt með upphrópun um „reiknivillur“ eða „leiðréttingar“ eða „rangfærslur“. Markmiðið er alltaf að ófrægja nafn mitt en ekki að segja satt og rétt frá. Það er […]

Mánudagur 18.02 2013 - 15:19

“Hyski” rændi völdum frá aðlinum

Það vakti mikla athygli þegar stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi kallaði Jón Gnarr borgarstjóra og samstarfsfólk hans “hyski”. Sagðist vilja losna við hann og “hyski” hans úr lífi sínu! Margir voru hneykslaðir á uppákomunni og formaðurinn baðst síðar afsökunar á umnmælum sínum, en tók fram að það væri ekki vegna þess að hann harmaði […]

Sunnudagur 17.02 2013 - 16:02

Staða innflytjenda í kreppunni

Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvernig kreppan hefur leikið Íslendinga annars vegar og innflytjendur hins vegar. Fæst erum við meðvituð um kjör og stöðu innflytjenda. Margt bendir þó til að kreppan hafi verið innflytjendum erfiðari en Íslendingum. Innflytjendur eru gjarnan á lægri launum en Íslendingar, með minna atvinnuöryggi og með veikara félagslegt stoðkerfi […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar