Færslur fyrir ágúst, 2013

Laugardagur 31.08 2013 - 08:30

AGS og niðurskurður velferðar

Ég hef almennt verið ánægður með starf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi í kreppunni. Þeir voru að mörgu leyti með skynsamlega nálgun á hin gríðarlegu vandamál sem við var að glíma eftir hrun. Þeir lögðu ekki til stórkostlegan niðurskurð í velferðarmálum, eins og margir óttuðust. Umfjöllun þeirra um vandann við afnám gjaldeyrishaftanna í nýjustu skýrslu […]

Fimmtudagur 29.08 2013 - 08:25

Flugvöllinn á landfyllingu í Skerjafirði

Það hefur færst nokkur hiti í flugvallarmálið undanfarið, með undirskriftarsöfnun sem vill festa flugvöllinn í Vatnsmýri til framtíðar. Mikill stuðningur við áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri er þó til marks um mikilvægi nálægðar flugvallarins við miðborgina. Þess vegna kemur ekki til greina að flytja millilandaflugið til Keflavíkur. Völlurinn þarf að vera nær. Hólmsheiði kemur til […]

Miðvikudagur 28.08 2013 - 13:16

Hvernig ójöfnuður skaðar samfélagið

Hér er mjög skýr og athyglisverður fyrirlestur frá lýðheilsufræðingnum Richard Wilkinson um meinsemdir ójafnaðarins. Wilkinson og Kate Pickett hafa skrifað tvær áhrifamiklar bækur og fjölda fræðigreina um efnið, sem vakið hafa mikla athygli um allan heim. Hér sýnir Wilkinson hvernig félagsleg vandamál og verri virkni samfélagsins eru nátengd ójöfnuði í tekjuskiptingunni. Í ójafnari samfélögum er […]

Þriðjudagur 27.08 2013 - 09:02

Sífellt fleiri neita sér um læknisþjónustu

Mikið hefur verið rætt um versnandi gæði heilbrigðisþjónustunnar á síðustu misserum. Málsmetandi læknar hafa beinlínis sent út neyðarkall og varað við að þróunin geti farið að koma fram í verra heilsufari þjóðarinnar. Hér eru nýjar tölur frá Hagstofu ESB (Eurostat) og Hagstofu Íslands um hve stór hluti þjóðarinnar hefur þurft að neita sér um læknisaðstoð, […]

Sunnudagur 25.08 2013 - 22:03

Árangur Íslands í hagvexti og horfur til 2014

Menn hafa fárast talsvert yfir ónógum hagvexti á Íslandi og lélegum horfum fyrir árið í ár og það næsta. Margir fara mikinn og telja útlitið afar slæmt. Slíkt tal eru miklar ýkjur. Árangur Íslands eftir 2010 (botni kreppunnar eftir hrun var náð á árinu 2010) er afar góður og horfur eru nú ágætar – miðað […]

Sunnudagur 25.08 2013 - 09:16

Rás 2 er mikilvæg fyrir menninguna

Eitt af því sem gjarnan kemur upp þegar hægri menn ráðast á RÚV er að selja megi Rás 2. Einkastöðvar séu alveg jafn færar um að sinna hlutverki hennar, segja þeir. Þetta er eins rangt og nokkuð getur verið. Hvers vegna? Jú, Rás 2 hefur þá sérstöðu að sinna íslenskri dægurtónlist sérstaklega. Hún hefur verið […]

Föstudagur 23.08 2013 - 17:25

Valhöll: Frá vúdú-hagfræði til niðurskurðar

Fyrir kosningar töluðu Sjálfstæðismenn fyrst og fremst um skattalækkanir og sögðu að þær myndu auka tekjur ríkissjóðs! Það var sagt með tilvísun til vúdú-hagfræði Laffers, sem Hannes Hólmsteinn kynnti fyrir flokksbræðrum sínum. Ekkert var talað um niðurskurð í aðdraganda kosninganna í vor. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn til valda í fjármálaráðuneytinu þá breytist tóninn heldur […]

Fimmtudagur 22.08 2013 - 21:56

Launalöggan fór með staðlausa stafi

Fyrir tveimur vikum eða svo varð allt sjóðandi vitlaust í fjölmiðlum vegna smá leiðréttingar sem Kjararáð gerði á kjörum nokkurra forstjóra í ríkisstofnunum. Allir helstu talsmenn “launalöggunnar” fóru á flug og sögðu þjóðarhag stefnt í voða, því þetta myndi hleypa kjarakröfum almennings af stað. Fólk myndi fá þá firru í kollinn að launin gætu hækkað […]

Miðvikudagur 21.08 2013 - 23:18

Ofstækið á hægri væng stjórnmálanna

Ég hef áður bent á það að hægri menn eru villtustu róttæklingar nútímans. Ekki vinstri menn, eins og var á löngu liðnum áratugum. Róttæklingarnir eru nú í Sjálfstæðisflokknum, sem áður var frekar hófstilltur íhaldsflokkur. Fyrir hvað standa róttæklingarnir? Þeir standa fyrir allt það sem setti Ísland á hausinn: Oftrú á markaðshyggju frjálshyggjunnar Afskiptaleysisstefnu og vúdú-hagfræði […]

Mánudagur 19.08 2013 - 22:39

ESB málið – hagsmunum Íslands fórnað?

Evrópusambandslöndin eru okkar helstu samherjar og viðskiptavinir. Þangað eigum við mest að sækja. Engin þjóð þrýfst í einangrun í hnattvæddum heimi nútímans. Meirihluti ríkisstjórnarflokkanna er andvígur aðild Íslands að ESB. Það ber að virða. Þó eru ekki allir flokksmenn þeirra andvígir ESB. Né samtök atvinnulífsins og ASÍ. Einnig stór hluti stjórnarandstöðunnar. Viðvarandi meirihluti kjósenda hefur […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar