Þriðjudagur 24.09.2013 - 09:17 - FB ummæli ()

Þeir sem ekki höfðu efni á læknisþjónustu árið 2011

Í gær birti ég tölur um hlutfall lágtekjufólks sem hafði þurft að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar á árinu 2009.  Það voru tölur frá OECD um ástandið fyrst eftir að kreppan skall á.

Hér að neðan eru nýrri tölur frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og Hagstofu Íslands, fyrir árið 2011. Þá hafði ástandið versnað, enda krepputökin orðin harðari, þó Ísland hafi verið komið með hagvöxt á ný það árið.

Á árinu 2011 var Ísland með sjöttu verstu stöðuna í Evrópu í þessum efnum. Um 6,8% lágtekjufólks (þ.e. tekjulægstu 20 prósent heimilanna) þurftu að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar það árið.

Lágtekjufólk og læknisþjónusta 2011

Ísland er í þessum efnum í hópi fátækari landa í Evrópu. Verri er staðan í Lettlandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Ítalíu og Grikklandi, en á eftir okkur koma svo Pólland, Kýpur og Ungverjaland.

Frændþjóðirnar á hinum Norðurlöndunum eru með á bilinu 0,1% í Finnlandi til 1,1% í Svíþjóð. Það munar því afar miklu á stöðu okkar Íslendinga nú og stöðu frændþjóðanna. Við erum með sex sinnum stærri hóp í þessum vanda en Svíar.

Meðaltal ESB er 4,8% á móti 6,8% hér á landi.

Og nú er talað um að auka hlut sjúklinga í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu, þar á meðal fyrir sjúkrahúsvistun.

Getur verið að Íslendingar ætli að lækka skattheimtu af ríkasta fólki landsins um leið og gjaldtaka af sjúklingum verði aukin enn frekar?

Með því myndi væntanlega fjölga í hópi þeirra sem þurfa að neita sér um læknisþjónustu og lyf.

Sjá nánar skýrslu Ingimars Einarssonar um kostnað krabbameinssjúklinga.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar