Mánudagur 23.09.2013 - 19:38 - FB ummæli ()

Aðgengi lágtekjufólks að læknisþjónustu

Fyrir skömmu var birt merkileg skýrsla Ingimars Einarssonar, sérfræðings í velferðar- og heilbrigðismálum, sem hann vann fyrir Krabbameinsfélagið. Skýrslan fjallar um þróun kostnaðarhlutdeildar sjúklinga. Fram kemur m.a. að hlutur sjúklinga hefur tvöfaldast á síðustu 30 árum.

Fyrir krabbameinssjúklinga hefur kostnaður bæði við læknisþjónustu og lyfjakaup hækkað umtalsvert undanfarið, m.a. vegna nýja greiðsluþátttökukerfisins við lyfjakaup, sem tók gildi 4. maí sl.

Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða í hvaða mæli fólk hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu vegna kostnaðar. Hér að neðan eru tölur frá OECD um hlutfall lágtekjufólks (tekjulægstu 20% íbúa hvers lands) sem sögðust í könnun hafa þurft að neita sér um læknisþjónustu vegna kostnaðar á árinu 2009.

Lágtekjufólk og læknisþjónusta

Þarna er Ísland í áttunda efsta sæti, á eftir þjóðum eins og Grikklandi, Ítalíu og Portúgal, sem öll lentu illa í fjármálakreppunni.

Frændþjóðirnar á hinum Norðurlöndunum, sem við gjarnan berum okkur saman við, voru með mun betri stöðu en við í þessum efnum á árinu 2009, þegar kreppan dýpkaði ört hér á landi og kaupmáttur hafði hrunið.

Svíar voru okkur næstir á Norðurlöndum, en einungis með um 1,2% íbúa í vanda með læknisþjónustu vegna kostnaðar á móti 3,7% hér á landi. Í Finnlandi voru það einungis um 0,3% lágtekjufólks sem höfðu þurft að neita sér um læknisþjónustu vegna kostnaðar, eða um tíundi hluti þess sem var á Íslandi. Þarna munar miklu.

Í fyrri pistli sýndi ég gögn um í hvaða mæli íbúar almennt hafa þurft að neita sér um læknisþjónustu til ársins 2011. Þar kom fram að vandinn jókst bæði árin 2010 og 2011. Staðan nú er því væntanlega verri en sýnt er á myndinni hér að ofan.

Það væri því afar vondur kostur ef notendagjöld myndu hækka í heilbrigðisþjónustunni á næstunni.

Fleiri í hópi lágtekjufólks og millitekjufólks myndu þá þurfa að neita sér um læknisþjónustu og mikilvæg lyf.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar