Færslur fyrir september, 2015

Sunnudagur 27.09 2015 - 20:54

Vúdú-velferð Sjálfstæðiskvenna

Fyrir síðustu kosningar byggðu Sjálfstæðismenn málflutning sinn mikið á vúdú-hagfræði. Sögðust ætla að lækka skatta. Það myndi örva efnahagslífið svo mikið að ríkið yrði ekki fyrir neinu tekjutapi af skattalækkuninni. Skattalækkunin gæti sem sagt borgað sig sjálf. Bullandi gróði fyrir alla! Þetta væri auðvitað alger galdur ef rétt reyndist. Þess vegna fékk þessi speki nýfrjálshyggjunnar […]

Fimmtudagur 24.09 2015 - 15:31

Frans páfi hrellir Íhaldið

Það var fróðlegt að hlusta á ræðu Frans páfa á Bandaríkjaþingi í dag. Páfinn hefur verið ófeiminn við að taka afstöðu til brýnna þjóðmála samtímans. Hann hefur markað sér stöðu með áherslu á hófsemd, réttlæti og sjálfbærni, en gegn fátækt og útskúfun. Hann gagnrýnir græðgi og peningahyggju frjálshyggjukapítalisma nútímans og stríðsrekstur hvers konar. Hann hvetur […]

Laugardagur 19.09 2015 - 13:34

Góð skref ríkisstjórnarinnar

Verðlag á Íslandi hefur lengi verið eitt það hæsta í heimi. Einungis heitt vatn og rafmagn hafa kostað markvert minna hér en annars staðar í Evrópu. Öll skref til að lækka verðlagið í landinu eru því mikilvæg – það er önnur en lækkun launa. Þannig var það gott skref hjá ríkisstjórninni að fella niður vörugjöld á […]

Miðvikudagur 16.09 2015 - 12:57

Er mikil byrði af lífeyrisþegum á Íslandi?

Menn hafa rætt svolítið um byrði af örorkulífeyrisþegum undanfarið. Í síðasta pistli sýndi ég nýjustu tölur um stærð þessa hóps í norrænu samfélögunum. Niðurstaðan er sú, að hlutfall örorkulífeyrisþega af fólki á vinnualdri er svipað eða minna hér en á hinum Norðurlöndunum. En ef við lítum á alla lífeyrisþega (öryrkja og ellilífeyrisþega samanlagða)? Hvernig kemur […]

Mánudagur 07.09 2015 - 09:23

Fjöldi öryrkja á Norðurlöndum árið 2013

Í nýlegri umfjöllun um fjölda örorkulífeyrisþega á Íslandi og hinum Norðurlöndunum vísaði ég til talna frá OECD fyrir árið 2009 og talna frá NOSOSKO (Norræn nefnd um tölfræði félagsmála) fyrir árið 2011. Megin niðurstaðan var sú, að Ísland væri í neðri kantinum hvað hlutfall örorkulífeyrisþega af fólki á vinnualdri snerti, samanborið við hin Norðurlöndin. Hér […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar