Lítilmótleg skattalækkun
Fjármálaráðherra kynnti í dag áform sín um skattalækkun, sem sagt hefur verið að yrði framlag stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði.
Lækkunin er mest 6.760 krónur á mánuði.
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja að ríkið hafi ekki meira svigrúm.
Miklu meira svigrúm er til staðar
Kostnaðurinn af þessu framlagi er sagður 14,7 milljarðar.
En ríkið hefur þegar sparað sér 14,1 milljarða útgjöld með niðurskurði vaxtabóta einna frá 2011 til 2017 (á föstu verðlagi)!
Frá 2012 til 2017 lækkaði ríkið útgjöld til barnabóta um 1,2 milljarða (á föstu verðlagi).
Samtals tók ríkið 15,3 milljarða út úr þessum bótaflokkum eftir 2011.
Að auki hefur ríkið fært um 12 milljarða skattbyrði af tekjuhæstu 20 prósentunum yfir á þau 80 prósent sem lægstar tekjur hafa á árunum 2012 til 2016 (sjá hér).
Þetta ætti auðvitað að færa til baka, með hærri álögum á hátekjur og fjármagnstekjur.
Alls eru þetta 27,3 milljarðar – og þá er ekki allt talið.
Því til viðbótar er ríkið með 29 milljarða afgang á fjárlögum.
Svigrúmið er því miklu meira en 14,7 milljarðar – eða að minnsta kosti 56,3 milljarðar.
Spöruðu 19,7 milljarða í húsnæðisstuðning á 6 árum
Ef einungis er litið á hve mikið ríkið hefur tekið út úr húsnæðisbótum (vaxtabótum og húsaleigubótum samanlagt) þá voru það tæpir 20 milljarðar frá 2011 til 2017.
Ríkið tók tæpa 20 milljarða út úr húsnæðisstuðningi við heimilin | |||||||||
Breyting frá 2011 til 2017 | |||||||||
2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | |||
Opinber útgjöld til húsnæðisaðstoðar | 30,6 | 23,9 | 16,1 | 16,2 | 13,7 | 12,2 | 10,9 | -19,7 | |
(milljarðar á föstu verðlagi) | Heimild: Hagstofa Íslands |
Ríkið er ekki einu sinni að skila því til baka sem það hefur tekið aukalega af lægri og milli tekjuhópunum á síðustu árum.
Er það framlag til kjarasamninga og félagslegs stöðugleika?
Fyrri pistlar