Þriðjudagur 26.02.2019 - 12:04 - FB ummæli ()

Ráðstöfunartekjur hæstu og lægstu hópa

Rangfærslur fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur sagt undanfarið að ráðstöfunartekjur lægstu tekjuhópa hafi hækkað meira en ráðstöfunartekjur þeirr tekjuhæstu.

Þetta er líka fullyrt í nýrri skýrslu sérfræðingahóps fjármálaráðherra um skattamál.

Þetta er hins vegar mjög rangt ef menn horfa til allra skattskyldra tekna, það er að meðtöldum öllum fjármagnstekjum hátekjuhópanna.

Menn eiga auðvitað að byggja allan slíkan samanburð á öllum skattskyldum tekjum, en ekki sleppa stórum hluta tekna hátekjuhópanna (fjármagnstekjum).

Í töflunni hér að neðan má sjá tölurnar fyrir fjölskyldur (hjón og sambúðarfólk), annars vegar fyrir 1993 og hins vegar fyrir 2017, ásamt breytingu á tímabilinu í prósentum.

Gögnin koma úr gagnabanka stjórnvalda (tekjusaga.is). Allar skattskyldar tekjur eru meðtaldar.

 

Niðurstaðan: Hæstu hóparnir fóru langt fram úr öllum öðrum

Þeir sem voru í tekjuhæsta hópnum (efstu tíund) voru að meðaltali með 940 þúsund krónur á mánuði 1993 en ríflega tvöfölduðu tekjur sínar til 2017, upp í 1.986 þúsund (á föstu verðlagi).

Það er hækkun um 111,3% á tímabilinu öllu, eða hækkun að meðaltali um 4,6% á ári hverju.

Lágtekjuhópurinn (lægsta tíund) fór hins vegar úr rúmlega 309 þúsund kr. á mánuði í 443 þúsund. Engin tvöföldun þar.

Það er hækkun um 43,2% á tímabilinu öllu, eða hækkun að meðaltali um 1,8% á ári hverju.

Hæstu tekjurnar hækkuðu mun meira en tvöfalt það sem lægstu tekjur hækkuðu. Það er mjög mikill munur á alla mælikvarða.

 

Tafla 1: Þróun ráðstöfunartekna fjölskyldna frá 1993 til 2017: hátekjuhópur og lágtekjuhópur samanbornir

 

Ofangreindar fullyrðingar um að ráðstöfunartekjur lægstu hópa hafi hækkað meira en hjá hátekjuhópum fá því engan vegið staðist.

Þróunin hefur verið algerlega á hinn veginn: þær tekjuhæstu hækkuðu mest.

Þetta á við um tímabilið allt frá 1993 til 2017, en einnig ef miðað er við tímabilið frá 2000 til 2017, sem notað er í skattaskýrslu stjórnvalda.

Tölurnar þar eru fullkomlega á skjön við tölurnar úr Tekjusögu-gagnabankanum, sem stjórnvöld létu búa til og opnuðu fyrr á árinu (sjá tekjusaga.is).

Nýgerðir kjarasamningar eru hins vegar til þess fallnir að snúa þessari þróun við, með meiri hækkunum til tekjulægri hópa en þeirra hærri (sjá hér).

 

Síðasti pistill:  Ríkið skuldar launafólki miklu meira

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar