Sunnudagur 03.03.2019 - 09:07 - FB ummæli ()

SA bjóða þorra launafólks kaupmáttarrýrnun – þrjú ár í röð

Samtök atvinnurekenda (SA) buðu verkalýðsfélögunum kaupmáttarrýrnun fyrir alla sem eru með 400 þúsund krónur á mánuði og yfir.

Það var heldur snautlegt tilboð, svo ekki sé meira sagt – enda viðræðum slitið að hálfu VR, Eflingar, VLFA og VLFG.

Þetta má sjá í grein minni á Kjarnanum sem ber saman kröfu verkalýðsfélaganna og tilboð SA (sjá hér).

SA menn segja tilboð sitt vera grundvallað á mati á „svigrúmi“ til kauphækkana sem er þannig reiknað, að nær útilokað er að hagvöxtur skili sér í kaupmáttaraukningu fyrir þorra almennings.

Pælið í því!

Með öðrum orðum, þó hagvöxtur í ár og næstu tvö árin verði nálægt 2% á ári að meðaltali þá telja SA-menn að nauðsynlegt sé að bjóða öllum þorra launafólks kaupmáttarrýrnun – þrátt fyrir slíkan hagvöxt, sem er ágætur á alþjóðamælikvarða.

Slíkt tilboð SA er auðvitað út í hött og fjarri lagi að verkalýðshreyfingin geti sætt sig við það – hvað þá að það yrði endurtekið þrjú ár í röð.

 

Krafa verkalýðsfélaganna er raunsæ og réttlát

Samkvæmt kröfum verkalýðsfélaganna fá lægstu launahóparnir mesta kaupmáttaraukningu og í reynd fá um 95% launafólks aukinn kaupmátt samkvæmt kröfunni.

Einungis launahæstu 5 prósentin gætu fengið smá rýrnun kaupmáttar með flatri krónutöluhækkun – en það er einmitt fólkið sem hefur fengið langmestu kauphækkanirnar á síðustu árum. Ofurlaunafólkið.

Hagvöxtur á auðvitað að skila sér í bættri afkomu alls þorra launafólks og nú er komið að því að lægstu hóparnir fái mest.

Þess vegna verða verkalýðsfélögin að standa fast á kröfum sínum.

Markmiðið er að hægt sé að ná endum saman á lægstu dagvinnulaunum.

Það er bæði raunsætt og réttlátt.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar