Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 23.05 2018 - 08:50

Burt með snjallsíma

Fyrr á þessu ári lagði ég fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um að nemendum yrði bannað að nota snjallsíma í skólum borgarinnar. Tillagan var felld með fjórtán atkvæðum gegn einu. Sumir þeirra sem greiddu atkvæði gegn tillögunni töldu að hún væri of víðtæk. Aðrir töldu að hún fæli í sér forræðishyggju því með henni væri […]

Þriðjudagur 15.05 2018 - 17:07

Skítug strönd í Reykjavík.

Á síðasta ári bilaði neyðarloka í dælustöðinni við Faxaskjól með þeim afleiðingum að í tæpar þrjár vikur streymdi óhreinsað skólp í sjóinn við Ægissíðu. Almenningi var hins vegar ekki greint frá biluninni fyrr en fréttir fóru að spyrjast út um óþrifnað í flæðarmálinu. Erfiðlega gekk að ná í Dag B. Eggertsson borgarstjóra enda vissi hann […]

Mánudagur 07.05 2018 - 11:18

Hvar eru Reykjavíkurhúsin Dagur?

Í síðustu kosningabaráttu lofaði Dagur B. Eggertsson Reykjavíkurhúsum. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1504555/ Hann fór í fjölmörg viðtöl, talaði við kjósendur, lofaði kjósendum, kynnti stefnu sína í þessum málum. Ætlunin var að embættismenn borgarinnar, ásamt framkvæmdastjóra Félagsbústaða, ynnu tillögur að fjárhagslegum forsendum og frekari umgjörð verkefnsins. Grunnforsenda var að útfærslan stæðist viðmið Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um félagslegt hlutverk hins […]

Fimmtudagur 03.05 2018 - 12:29

Launakjör borgarfulltrúa – svar óskast fyrir kosningar!

Hvers vegna koma ekki svör við fyrirspurn um laun borgarfulltrúa og annarra pólitíkusa í borgarkerfinu?

Miðvikudagur 25.04 2018 - 16:13

Á Reykjavíkurborg að banna snjallsíma í grunnskólum?

Fjölmargar vísbendingar eru um að snjallsímar geti haft neikvæð áhrif á athygli, þroska og andlega heilsu barna og ungmenna. Niðurstöður rannsókna staðfesta að þeir nemendur sem hafa aðgang að síma í skólastofunni telja almennt að það efni sem þeir geta nálgast í símanum sé áhugaverðara en námsefnið, að þeir eiga erfiðara með að halda athyglinni […]

Fimmtudagur 29.06 2017 - 19:25

Framsalstakmarkanir á lóðum. Er rétt að setja þær á?

Framsókn og flugvallavinir gerðu tillögu á borgarráðsfundi í dag 29. júní 2017 að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá borginni og borgarlögmaður útfæri og leggi fyrir borgraráð tillögur og hugmyndir um hvernig hægt er að setja framsalstakmarkanir/kvaðir í nýja lóðarleigusamninga, við endurnýjun lóðarleigusamninga eða breytingar þegar gildandi lóðarskilmálum er breytt, eða nýjir lóðarsamningar gerðir vegna sameininga […]

Þriðjudagur 18.10 2016 - 19:16

Í bakgarðinum heima

Vill fólk búa hér í Reykjavík?   – já – vill það búa í miðbæ Reykjavík? – já Getur fólk búið hér í Reykjavík? – einhverjir já, ekki allir. – getur ungt fólk búið í miðbæ Reykjavíkur? – nei, sárafáir. Það að vilja gera eitthvað er ekki það sama og raunverulega að gera eitthvað.  Unga […]

Fimmtudagur 08.09 2016 - 09:53

Á að framkvæma álagspróf á OR áður en arður er greiddur út?

Viðsnúningur hefur orðið á reksti Orkuveitu Reykjavíkur.  Það er jákvætt.  Reykjavíkurborg lánaði rúmlega 12 milljarða til OR sem hluta af „planinu“.  Það lán ber eins og eðlilegt er vexti.   Hvort á Orkuveitan að lækka gjöld sín til heimilanna eða að greiða út arð til eiganda og þar með til Reykjavíkurborgar?  Svar við þessari spurningu […]

Fimmtudagur 25.08 2016 - 12:18

Er þitt barn tilbúið í rafræn samræmd próf?

Framsókn og flugvallarvinir hafa lagt fram tillögu um að borgarráð samþykki að senda eftirfarandi áskorun til Menntamálastofnunar: “Borgarráð krefst þess að grunnskólanemendur verði ekki látnir þreyta samræmd próf með rafrænum hætti skólaárið 2016-2017.” Ástæðan er fyrst og fremst sú að jafnræðis er ekki gætt á meðal nemenda grunnskólanna þar sem gríðarlegur munur er á milli […]

Þriðjudagur 19.05 2015 - 23:09

Hver laug?

Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og varaformaður Strætó bs. sagði í ræðustól í borgarstjórn þann 20. janúar síðastliðinn þegar málefni ferðaþjónustu fatlaðra voru til umræðu: “Öllum sem sagt var upp í þjónustuveri ferðaþjónustunnar var boðið starf hjá Strætó og það er ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið í boði að […]

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur