Fimmtudagur 22.11.2012 - 21:23 - FB ummæli ()

Landsbyggðarmál eru mér hugleikin og því er N4 sjónvarpsstöðin í uppáhaldi eins og áður hefur komið fram. Einhver hélt því fram að ég væri að hrósa N4 af því ég að ætlaði í framboð úti á landi. Má manni ekki þykja vænt um landið sitt án þess að maður sé í einhverjum framboðshugleiðingum? Nú er ég að horfa á þátt þar sem Gísli Sigurgeirsson gamli RÚV dagskrárgerðarsnillingurinn heimsækir Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Flottur þáttur og góður til að ítreka fjölgreindarkenningur Gardners, sem ég er mjög hlynnt. Greind er afar margþætt og við eigum að nýta okkur það til að hvetja hvern einstakling til þess að nota styrk sinn til góðra verka, hver sem hann er. Ekki steypa alla í sama mót.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur