Laugardagur 18.05.2013 - 11:43 - FB ummæli ()

Fáránleg leynd

Leikkonan heimsþekkta Angelina Jolie hefur stigið fram og greint frá því að hún hafi látið fjarlægja bæði brjóst sín vegna þess að hún er með arfgengt meingeng.  Um 80 prósent líkur eru á því að hún fái brjóstakrabbamein, sem geti leitt hana til dauða langt fyrir aldur fram.

Þetta hefur að sjálfsögðu vakið heimsathygli.  Jolie segir að hún upplifi sig engu minni konu þrátt fyrir að bæði brjóstin hafi verið fjarlægð.  Mikilvægast af öllu sé að geta verið með börnum sínum og fjölskyldu sem lengst og koma í veg fyrir að deyja um aldur fram.  Mæli Angelina manna heilust.

Nú er staðan sú að hér á Íslandi eru til einstakar upplýsingar um nær allar konur sem bera þetta meingen. Það er að sjálfsögðu skylda íslenskra yfirvalda að koma þeim upplýsingum til umræddra kvenna tafarlaust.  Ég spyr mig hins vegar; ef Angelina Jolie hefði ekki stigið fram hefði þetta mál etv. aldrei komið til umræðu í fjölmiðlum á Íslandi og skýrslur eða dulkóðar upplýsingar ,,rykfallið“ án þess að koma í veg fyrir yfirvofandi hættu. Þar ráði einhver ríkisforsjá um hvað fólk megi og megi ekki vita um sitt eigið líf.

Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segist hafa rætt við þrjá heilbirgðisráðherra um þetta mál og hvatt þá til aðgerða en án árangur og að opinber nefnd sem sérstaklega var skipuð vegna þess máls hafi lagst gegn því að upplýsa viðkomandi konur um hættuna.  Ég er ekki í nokkrum vafa um að við viljum öll vera vöruð við aðsteðjandi hættu við líf okkar eða barna okkar.  Ég spyr að gefnu tilefni;  veit ríkið eitthvað fleira sem snertir öryggi fólks í landinu sem haldið er leyndu?

Óhugarnarlegur veruleiki á Íslandi í dag.

(Greinin birtist einnig í Morgunblaðinu 17. maí 2013, undir heitinu Óhugnarlegur veruleiki)

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur