Sunnudagur 17.03.2013 - 19:36 - FB ummæli ()

Hvar eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins?

Kæru landsmenn.
Ég er staðráðin að komast á Alþingi næsta kjörtímabil. Sex vikur eru nú til stefnu og vegna þess hve við Sjálfstæðismenn fáum lítið fylgi skv skoðanakönnunum er fjöldi frambjóðenda flokksins, sem ég veit að munu geta gert þjóðinni mikið gagn næstu 4 árin úti í kuldanum. Þetta skil ég ekki. Ég er til dæmis í 5. sæti í SV kjördæmi og er ekki inni, skv. skoðanakönnunum. (Ég leyfi mér að telja mig með í hópi þeirra sem geta gert gagn á vettvangi stjórnmálanna).
Hvar eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ég deili mínum skoðunum með? Okkar helsta kosningamál er að laga skuldastöðu heimilanna með skatta afslætti sem greiðist beint til lækkunar á höfuðstóli viðkomandi íbúðaláns. Mjög flott og effektív leið til að lækka risalánin sem fjöldinn allur stendur uppi með og draga úr greiðslubyrði smá saman.  Leið sem verður kynnt mjög vel á næstu dögum.  Lækkun skatta, td virðisaukaskatts á matvæli og fleiri, lækkun tryggingargjalds á fyrirtækin og fjölmargar aðrar breytingar til lækkunar og eins og á bensíngjaldi er annað stefnumál sem tryggir að fólk hafi úr meiru að spila og ríkið sogi ekki allt til sín eins og nú er.  Með því að ræsa atvinnulífið á ný í stóru sem smáu og auka þannig hagvöxt aukast skattagreiðslur til ríkissjóðs þegar upp er staðið, sem er nauðsynlegt til að borga niður erlendar skuldir sem hafa hlaðist upp sem þýðir himinháar vaxtagreiðslur fyrir ríkissjóðs á meðan grunnelement í samfélaginu, LSH og lögreglan geta ekki lengur tryggt öryggi borgaranna vegna fjárþurrðar. Nýjar fjárfestingar með skynsamlegri nýtingu okkar frábæru auðlinda sem skapa ný störf sem leiðir til þess að við getum boðið fólkinu okkar sem hefur flúið land að koma aftur.
Breytum aðferðafræðinni við að stjórna landinu 27. apríl. Hjálpum fólkinu okkar að verða bjargálna á ný því það er fátækt á Ísland og hjálpum okkur sjálfum úr þeim efnahagsfjötrum sem við erum í, sem eru að gera Ísland að miðlungslandi til frambúðar með lágar ráðstöfunartekjur, atvinnuleysi og fólksflótta (sannkallað brain drain)í stað þess að við getum verið meðal þeirra bestu. Kæru landsmenn stöðvum þessa þróun.
kv. Elín
(með fyrirvara um innsláttarvillur; skrifað á iPad. )

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur