Fimmtudagur 07.03.2013 - 16:58 - FB ummæli ()

Lítil saga úr bakaríi

Við Íslendingar stöndum öll sem einn maður þegar eitthvað á móti blæs, eins og í óveðrinu í gær. Lögreglan, björgunarsveitir, Strætó býður upp á fiskibollur svo fátt eitt sé talið. Allir reiðubúnir að hjálpa náunganum og hugsa um velferð hans.

Ég kom inn í Bakarameistann í Suðurveri í gærmogun á leið til vinnu. Þar fékk ég hlýjar móttökur að venju hjá afgreiðslustúlkunum en það sem var nýtt fyrir mér var að allir viðskiptavinir vildu hjálpa og leiðbeina. Dæmi: ,,Farðu varlega í dag,“; ,,Ekki fara upp í Árbæ. Ég var að koma þaðan og ég mæli alls ekki með því að þú farir þangað“; ,,Komum öll heil heim í dag“; kallaði viðskiptavinur yfir bakaríið í kveðjuskyni til allar. Já allt í einu fann maður þessa dásamlegu tilfinningu þegar við stöndum öll saman og erum ein þjóð. Ég sneri við heim, eins og mér hafði verið ráðlagt, en með yl í hjarta eftir þennan litla þjóðfund í bakaríinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur