Laugardagur 16.11.2013 - 18:28 - FB ummæli ()

Góðmennska í Bolungarvík

Ég er mjög stolt af því að önnur bók mín Barnið þitt er á lífi er að fara í dreifingu í verslanir.  Árið 2011 kom út eftir mig saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, Ekki líta undan, bók sem ég er ekki síður stolt af að hafa skrifað.
Nýjan bókin segir frá miklum hörmungum sögupersónanna í fyrrum Júgóslavíu og ótrúlegri góðmennsku fólks í Bolungarvík.  Í stuttu mál fjallar bókin um Rönku sem fæðir langþráð barn rétt eftir að stríð skellur á í Júgóslavíu.  Henni er sagt að barnið sé dáið. Hún og maður hennar Zdravko hrekjast til Belgrad þar sem þau lifa við hörmuleg kjör sem flóttamenn, en þá kemur Kastljós Sjónvarpsins til sögunnar. Þegar Ranka lýsir neyð sinni grátandi í viðtali sem flestir Íslendingar sjá árið 1997 bregðast Ingibjörg Vagnsdóttir úr Bolungarvík og móðir hennar Birna Hjaltalín Pálsdóttir við og ákveða að bjarga Rönku. Nokkrum mánuðum síðar stendur Ranka skjálfandi á beinunum á flugvellinum á Ísafirði. Fólkið í Bolungarvík styður Rönku á alla lund og umvefur hana og fjölskyldu hennar ást sinni og vináttu. Þannig öðlast Ranka smá saman sálarfrið í nýju landi en sá friður er rofinn þegar óvænt símtal berst frá fyrrum Júgóslavíu og vekur upp brennandi spurningar. Barnið þittbak kapaMeð RÖnku í Kringlunni og Zdravko

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur