Miðvikudagur 18.12.2013 - 14:01 - FB ummæli ()

Stolt af mínu fólki!

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót.  Nú er hægt að halda gleðileg jól.  Ég er stolt af mínu fólki.  Fjárlagafrumvarp 2014 lagt fram hallalaust sem er algert grundvallaratriði, skuldaleiðréttingin í höfn fyrir heimilin, LSH fær nægilega fjármuni til að snúa þar þróuninni við og margt fleira sem framfarastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur komið til leiðar síðan í sumar. Nú er að byggja upp atvinnulífið á ný, auka hagvöxt og þar með hag allra landsmanna. Ég vil líka nota tækifærið til að nefna líka sérstaklega áhugamál mitt og fleiri sem var að fatlaðir fengju endurgreiðslu virðisaukaskatts af íþróttatækjum, en þetta eru oftast rándýr tæki sem þarf að hanna sérstaklega t.d. skíði fyrir lamaða o.s.fv., en reynast afar vel og gera fólki kleift að njóta gæða lífsins. Það er nú bæði inn í fjáraukalögum fyrir 2013 og fjárlögum 2014 en hafði áður verið fellt út úr fjárlögum líklega í kringum árið 2010, en enginn skilur af hverju.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur