Miðvikudagur 26.03.2014 - 17:46 - FB ummæli ()

Landnám norrænna manna á Vínlandi

Ég fór á frábæran fyrirlestur í hádeginu með fornleifafræðingnum Birgittu Wallace, en hún var ein þeirra sem tók þátt í hinum fræga fornleifauppgreftri á L´Anse aux Meadows á sjötta áratug síðustu aldar sem talinn er hafa fært sönnur á landnám norrænna manna í Vesturheimi líklega í kringum 970. Vona að einhver fjölmiðill sjái sér fært að taka ítarlegt viðtal við hana því þetta er saga sem má ekki týnast, þ.e. frumheimildarfrásögnin af þessum fræga uppgreftri. Meðal þeirra sem tóku þátt í uppgreftrinum á sínum tíma voru fornleifafræðingarnir dr. Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson. Fyrirlesturinn var haldinn í Þjóðminjasafninu og var fullt út úr dyrum. Ég gæti vel séð flottan sjónvarpsmann eins og Boga Ágústsson taka viðtal við þennan merkilega fræðimann þannig að almenningur fái að njóta.  Mér hefur verið bent á Vínlandsdagbók dr. Kristjáns sem væri auðvitað frábært að glugga í líka í þessum þætti.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur