Miðvikudagur 02.04.2014 - 18:27 - FB ummæli ()

Nú máttu heita það sem þú heitir!

Loksins getur fólk skráð fullt nafn sitt í Þjóðskrá án tillits til stafafjölda. Innleiðing þessa mun þó taka einhvern tíma.  Fram til þessa hafa þeir sem heita lengri nöfnum en sem nemur 31 bókstaf orðið að notast við skammstafanir á nafni sínu í þjóðskrá eða sleppa nöfnum til að passa inn í kerfið, samkvæmt fyrirmælum frá hinu opinbera. Þetta er dæmgert mál þar sem búið er að snúa hlutunum á hvolf.  Auðvitað á kerfið að vera fyrir fólkið en ekki öfugt. Þetta er etv. ekki stórt mál, en samt svo dæmigert fyrir þá hugsanaskekkju sem getur lætt sér inn smásaman, þ.e. að fólkið sé til fyrir kerfið, en ekki öfugt.  Menn verða stöðugt að vera að minna sig á hver er fyrir hvern og að það eru  skattgreiðendur/ þjóðin, sem framlögum sínum sem gerir hinu opinbera kleift að reka hin ýmsu kerfi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur